Samtíðin - 01.06.1934, Blaðsíða 10

Samtíðin - 01.06.1934, Blaðsíða 10
S AMTÍÐIN erlendra þjóða og barist fyrir sjálfsforræði sínu bæði gegn Spán- verjum, og þó einkum gegnBanda- ríkjunum, eftir að þau lögðu eyj- amar undir sig um aldamótin síð- ustu. Nú berst hingað loks sú fregn, að frelsisbarátta þeirra sé til lykta leidd með fullum sigri. Roosevelt Bandaríkjaforseti hefir skrifað undir lög um sjálfstæði eyjanna. Samkvæmt þeim eiga þær að fá fult sjálfstæði eftir tíu ár, ef lögin verða einnig sam- þykt á löggjafarþingi Filipps- eyja á þessu ári, og enginn vafi er á, að það verður gert. Hingað til hefir samband þeirra við Bandaríkin verið dálítið svip- að og sambandið milli íslands og Danmerkur, þ. e. fult sjálfs- forræði og löggjafarvald í sér- málum, en þó hefir setið þar bandarískur landstjóri, sem haft hefur á hendi æðsta framkvæmda- vald og yfirumsjón hervarna, og Bandaríkin hafa mátt setja þar upp her- og flotastöðvar. Með lögum þessurn eru þær stöðvar lagðar niður og landstjóraembætt- ið afnumið, svo að yfirleitt hafa Filippseyjar um næstu tíu ár ekki annað sameiginlegt með Banda- ríkjunum en utanríkismál, og að þeim tíma liðnum verður af sjálfu sér fullur skilnaður milli ríkj- anna. Þegar Spánverjar komu til eyj- anna, voru íbúarnir á mjög lágu menningarstigi, flestir heiðnir, en nokkrir múhameðstrúar. En í þau 6 300 ár, sem eyjamar lutu Spáni, tóku þær stórstígum framförum, bæði í verklegu tilliti og ekki síst menningarlegu. Var það einkum þakkað ötulli starfsemi ýmsra trúboðsfélaga og frjálslyndu st j órnarf yrirkomulagi. Fy rsta takmarkið, sem Spánverjar settu sér þar, eins og annarsstaðar, þar sem þeir hófu landvinninga, var að útbreiða kristna trú, og það hepnaðist þeim svo vel, að nú er allur þorri eyjaskeggja kristinn. Jafnframt gerðu þeir gangskör að því að fræða alþýðu, og það gekk vonum betur, því að Filippsey- ingar eru yfirleitt sagðir vel gefn- ir. Skólar voru reistir í stæi’stu þorpunum, bókasöfn sett á fót og prentsmiðjur, en i fjallabygðun- um og frumskógunum, þar sem slíku varð ekki komið við, gengu munkar á milli bygðanna og kendu lestur og skrift og fleira nytsamlegt. Jafnvel háskóli var stofnaður í höfuðstaðnum Manila árið 1611. Nú eru þar tveir há- skólar, og þurfa Filippseyingar ekki að leita til útlanda til þess að fullnuma sig í þeim helstu fræðigreinum, sem þörf er á þar í landi. Alþýðumentun er svo vel á veg komin, að sagt er, að um 70 af hundi’aði séu læsir og skrif- andi, en það er hlutfallslega hærri tala en í sumum löndum Norður- álfunnar, t. d. Rússlandi. Þótt þetta út af fyrir sig sé ekki neinn algildur mælikvarði sannrar menningar, þá sýnir það

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.