Samtíðin - 01.06.1934, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.06.1934, Blaðsíða 13
SAMTÍÐIN þeirra. Ekki er þó fyrir að synja, að þeir séu nú farnir að velja sér einnig innlend, nýtísku yrkisefni, og samhliða því rita þeir nú meira á spænsku, en vanrækja móðurmálið. Á síðari tímum hafa risið upp talsverðar bókmentir á spænsku, og vitanlega hefir það jafnan verið eina útlenda málið, sem Filippseyingar hafa lært til nokkurrar hlítar. Bandaríkjamenn hafa að vísu gert alt, sem í þeirra valdi hefir staðið, til að útbreiða enskukunnáttu, en það hefir að- eins haft þau áhrif. að Filipps- eyingar hafa vanist á að líta á spænskuna sem annað móðurmál sitt og einn af þeim meginþátt- um, sem tengja þá saman í bar- áttunni gegn erlendri ásælni. Um 150 dagblöð eru gefin út á spænsku i Filippseyjum, og má af því ráða, hve mikið er ritað á því máli og hve alment menn kunna það. Fyrir nokícru birtist grein um Filippseyjar í North American Review. Höfundurinn, George Gerhard, ræðir þar um horfurnar > sjálfstæðismálum eyjanna og lík. urnar fyrir því, að þær geti stjórnað sér sjálfar án verndar eða íhlutunar Bandaríkjanna. Tel- "t hann lítinn vafa á, að þeim iakist það, meðan friður ríki í Kyrrahafinu, en öðru máli sé að gegna, ef til ófriðar dragi. Það ci vonlaust, að Filipseyingum geti tekist að verjast vopnaðri árás er- lendrar stórþjóðar, t. d. Japana; en ef svo bæri undir, treysta þeir á vernd Þ j óðabandalagsins og ákvæði alþjóðasamninga, hversu haldgóð sem þau svo reynast, er á herðir. Bandaríkin hafa tiltölulega lít- illa hagsmuna að gæta í Filipps- eyjum, því að hingað til hafa þau ekki lagt mikið fé af mörkum í þarlend fyrirtæki. Þau eru að iangmestu leyti rekin með inn- lendu fjármagni. Aftur gætir áhrifa Japana og Kínverja mjög mikið í viðskiptalífinu. Fiskiveið- arnar eru að mestu leyti í hönd- um Japana, og flestar smáversl- anir og nokkur stærstu heildsölu- firmu eru eign Kínverja. Kreppan hefir enn ekki látið mikið á sér bera í eyjunum. Nú selja bændur og aðrir framleið- endur þar jafnvel meira en þeir gerðu fyrir 4—5 árum, þótt þeir verði að gera sig ánægða með lægra verð. Má búast við að svo verði áfram, vegna þess að nokkrar helstu útflutningsafurðir þeirra, eins og kaðlar, kókos- kjarnar og jurtaolía, mæta tiltölu- lega lítilli samkeppni á heims- markaðinum. Fjárhagur eyjanna er í besta lagi. Seinustu árin hef- ir verið nokkurra miljóna tekju- afgangur á fjárlögunum, og þótt gera megi ráð fyrir, að hann fari þverrandi, má það þó kallast góð afkoma í samanburði við Banda- ríkin sjálf, sem ganga frá sínum fjárlögum með 2000 miljóna 9

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.