Samtíðin - 01.06.1934, Blaðsíða 16

Samtíðin - 01.06.1934, Blaðsíða 16
SAMTÍÐIN augun eru björt og hressileg, og hún sýnist þétt og- þi'ekleg’, þó að ekki sé hún holdug. — Það verður sjálfsagt að vera á þínu valdi, segir hún. Hún roðn- ar, og það vottar fyrir spékopp- um í kinnunum á henni. — 0, þú veist nú, hver minn vilji er, segir hann og hallar henni eins og varfærnislega að sér. — Annaðhvort er það þá nú eða aldrei, hvíslar hún hljóðlega. — Ég skal nefna það við hann Lárus, segir Þórður ákveðinn og stendur upp. Hálfum mánuði síðar var svo lýst með hjáleigubónda Þórði Ólafssyni í Sviðu og heiðarlegri yngismey Guðríði Knútsdóttur fi'á Norðurhlíð. Óðalsbóndinn hélt sitt brúðkaup með raúsn og' prýði. Stóð það samfleytt fjóra daga, og fór mik- ið orð af því víða um sveitir. Og fólki fanst nú, að Þórður hefði ekki eftir neinu að bíða og gæti haldið sitt brúðkaup um svipað leyti og Lárus. En svo leið einn mánuður — og svo liðu tveir, að ekkeit brúð- kaup varð í Sviðu. Og þegar fólk spurði Þórð, hvernig á þessu stæði, þá svaraði hann svo sem ekki miklu. En hann hafði sínar góðu og gildu ástæður til að flasa ekki að brúðkaupinu. Ef hann hefði strax gengið í hjónabandið, hefði það vel getað átt sér stað, að fyr hefði fjölgað í hjáleigunni en heima á sjálfu óðalinu — en 12 slíkt mátti alls ekki koma fyrir. Þegar svo Þórður þunni hafði beðið í þrjá mánuði, þóttist hann öruggur, og loksins varð þá af brúðkaupinu. En á fyrsta hjú- skaparárinu átti Þórður við að stríða mikinn ótta og þungbærar sorgir. Þegar kom fram á vorið, varð honum það sem sé ljóst, að nú var von á erfingja í hjáleig- unni — en heima á óðalinu var ekl\i að sjá neina breytingu. Það er erfitt að lýsa því, hve raunamæddur og sneyptur Þórður þunni var. Það hafði ekki komið fyrir hann áður á æfinni að sýna hús- bónda sínum frekju og ósvífni. Að hugsa sér það, að hann, sem hafði beðið með brúðkaupið í fulla tvo mánuði til að vera viss í sinni sök, skyldi svo verða á undan húsbóndanum. Þarna hafði nátt- úran gert honum fallegan grikk — og í rauninni gat hann aldrei fyrirgefið himnaföðurnum það fyllilega, að hann skyldi láta slíkt eiga sér stað. Morguninn eftir að erfinginn fæddist í hjáleigunni, átti Þórður að fara ofan að Efribæ að aka inn korni Þegar hann kom að hliðinu á túngirðingunni, sá hann, að Lár- us stóð við fjósdyrnar. Þórði datt þá fyrst í hug- að reyna að sneiða hjá Lárusi, en svo sá hann að það tjáði ekki. Húsbóndann varð hann að hitta, og svo lét hann það þá hafa það að halda áfram.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.