Samtíðin - 01.06.1934, Blaðsíða 18

Samtíðin - 01.06.1934, Blaðsíða 18
r SAMTÍÐIN ___ hann ósköp blátt áfram ojj ein- lægnislega. Lárus leit á hann. — Það er þó víst ekki alvara hjá þér, að þú haldir mig þann mann? Þórður þunni brosti. — Ja, nei ... En þú skilur það, að ef þú hefðir ekki haft þig upp í að byrja, þá hefði sjálfsagt ekki heldur orðið neitt úr neinu fyrir mér. Nú hló Lárus. 0g hann gekk til Þórðar, lagði höndina á öxlina á honum og sagði: — Þú ert svei mér k.vndugur náungi, Þórður. Þar með var það ráðið, að Lár- us yrði skírnarvottur. Og Þórð þurfti ekki að iðra þess, því að oft sótti hann síðan góð ráð til Lái’usar í Efribæ — og ósjaldan þáði hann þaðan greiða, þegar honum lá á. Það voru þeir guð almáttugur og Lárus í Efribæ — en líklega treysti hann nú Lárusi heldur betur en hinum. V V u Árin liðu, og Þórður varð gam- all og farinn. Svo var það eitt vetrarkvöld, að Þórður veiktist og auðsætt þótti, að nú mundi stund- in komin. Konan vék ekki langt frá rúm- inu. Hrukkótt og hrörleg hag- ræddi hún Þórði og hlúði að hon- um — og tárin hrundu niður kinnar henni. En Þórður var blíð- ur og hæglátur eins og hans var vani. 14 Hann vænti prestsins á hverri stundu. Lárus í Efribæ hafði lof- að að sækja hann á sleða og aka honum heim í hlað á Sviðu. I^oks heyrðist bjölluhljómur og sleði stansaði við dymar á kofan- um. Þá leit Þórður einkennilega til konu sinnar. Hún gekk að rúminu. — Er hann Lárus sjálfur með prestinum ? sagði hann lágt og veiklulega. — Já, hann er með honum, sagði konan og lagaði undir höfð- inu á Þórði. Presturinn og Lárus komu hljóðlega inn í eldhúsið, prestur- inn á undan, og Lát’us á hæla honum. Konan fór fram, og gestirnir heilsuðu henni. Hún vísaði þeim inn í herbergið, og presturinn gekk inn að rúminu og settist á stól við stokldnn. Lárus hallaði sér upp að dyrastafnum, og kon- an stóð frammi við arininn og starði inn í herbergið. Og tárin hrundu eitt af öðru niður hrukk- ótta vangana. Presturinn hóf nú máls og sagði margt gott og fallegt við Þórð, sem lá nú þarna dauðvona. Og Þórður, sem farinn var að heyra illa, lá með spentar greipar og hafði ekki augun af prestinum. Loks spurði presturinn, hvort Þórður væri nú reiðubúinn að yfirgefa það jarðneska og afneita hinum fallvöltu gæðum þessa heims.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.