Samtíðin - 01.06.1934, Blaðsíða 22

Samtíðin - 01.06.1934, Blaðsíða 22
S AMTIÐIN Island hefir verið nefnt „land elds og íss“. Hér eru jöklar víð- áttumeiri og' stórvirkai-i en þeir eru á meginlandi álfunnar, en þekkingin á eðli og háttalagi ís- lensku jöklanna er enn ekki að sama skapi mikil. Og þó er það vitað, að hjá þeim leynast ein- kenni, sem annarsstaðar er ekki að finna — einkenni, sem gætu gefið skemtilegar og mikilsverðar upplýsingar um þróun landsins okkar, ef þeim væri gaumur gef- inn og þau rannsökuð. — Ég á hér við jökulhlaupin. Áður en ég skýri frá nokkrum athugunum, sem gerðar hafa ver- ið á hinu nýafstaðna gosi í Vatna- jökli, vil ég hér minnast nokkurra manna, sem lagt hafa skerf til jöklarannsóknanna íslensku. Fyrsti maðurinn, sem fæst við vísindalegar athuganir á háttum skriðjökla hér á landi, sem um er getið, er Þórður Þorkelsson Vída- lín, skólameistari í Skálholti, árin 1687—1690. Hann skrifar um athuganir sínar á latínu, en rit- gerð hans var síðar snúið á þýska tungu og þá fyrst prentuð í Hamborg 1754. Kenningar Þórð- ar eru í augum nútímamanna hálfkátlegar, en ritgerðin er þó stórmerk og ber vott um glögga athugunargáfu. Eftir ferðir þeirra Eggerts og Bjarna um landið og með útgáfu Ferðabókarinnar í Sorö 1772 fæst sæmileg hugmynd um stærð og útbreiðslu íslenskra jökla. Sveinn Pálsson, landlæknir, 18 rannsakar skriðjökla ogritarstór- merka grein um athuganir sínar. Þessi grein Sveins er enn óprent- uð að mestu. Ilelland gaf þó nokkurn kafla hennar út í „Norsk Turistforenings Aarbog“ árið 1882. Ritgerðin heitir: For- sög til en physisk, geograph- isk og historisk Beskrivelse over de islandske lsbjærge“. Handritið er nú eign konunglega bókasafnsins í Höfn. Sveinn skil- ur fyrstur manna hreyfingar skriðjöklanna og áhrif þeirra á það land, sem þeir skríða yfir. Hann lýsir myndun jökulsprungna, og hann athugar lagaskiftingu jökla. Kenningar Sveins Pálsson- ar hafa í öllum aðalatriðum reynst réttar. En hann er svo óheppinn að rita á tungu, sem fáir skilja, og því er honum ekki gaumur gef- inn og öðrum síðar þakkað, það sem honum með réttu ber. Björn Gunnlögsson vann að vísu ekki við jöklarannsóknir, en af korti hans fékst í fyrsta sinni allgott yfirlit um útbreiðslu jöklanna og almenna landafræði öræfanna. Landkort Björns er að ýmsu leyti skilyrðið fyrir því, að Þorvaldur Tlioroddsen fær áorkað jafnmiklu og raun ber vitni um. Þorvaldi eigum við að þakka manna niest þá þekkingu, sem við nú höfum á jöklum landsins. Ritverk hans á íslensku eru svo kunn, að ég þarf ekki að nefna þau hér. Þau þekk- ir hvert mannsbarn. Loks má ekki gleyma dr. Helga Péturss,

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.