Samtíðin - 01.06.1934, Blaðsíða 26

Samtíðin - 01.06.1934, Blaðsíða 26
ar öðruhvoru annan páskadag og nóttina þar á eftir í stefnu yfir Herðubreiðarfjöll og fylgdu allhá- ar dunur og dynkir. Frá Möðrudal á Fjöllum sást gosið á páska- dagskvöld syðst yfir Herðubreið- artögl. Frá Hólum í Hornafirði sást 3. apríl allþykkur öskumökk- ur yfir Vatnajökli. Um kl. 6 e. m. barst öskuþyknið austur á bóg- inn og fylgdi fjallahringnum. Kl. 8V2 um kvöldið gerði kolsvarta- myrkur og ösku rigndi svo spor- rakt varð vel. Frá Laugum i Suður-Þingeyjarsýslu sáust eld- blossar á páskadagskvöld. Bar þá við hásuður, vestanvert við Narfastaði. Frá Skútustöðum í Mývatnssveit sást mökkur allan annan páskadag. Bar hann þaðan vestast á Sellandafjall. Eftir þessum fregnum og mið- unum gátum við Guðmundur Ein- arsson ákveðið, að gosið væri í Vatnajökli vestanverðum.Við héld- um því ótrauðir af stað til eld- stöðvanna, sunnudagsmorguninn 8. apríl kl. 5 að morgni. Og við stóðum á suðurbarmi þeirra kl. að ganga 2 föstudaginn 13. s. m. Tókum við mið á Hvannadals- hnjúk, er reyndist sem næst í SA. Sáum við illa fyrir gosstöðvunum sakir feiknamikils ösku. og gufu- mökks, er þeyttist á þremur stöð- um upp í loftið. Suður- og vestur- barmurinn, sem við stóðum á, var allur þakinn dökkum basaltvikri og ösku, en hér og þar lágu basalt- og líparítmolar í vikrinum, sem 22 gosgufumar. sennilega hafa sprengt úr fastaberginu undir jöklinum. Barmurinn var mjög sprunginn og vikurinn laus, svo að hættulaust var alls ekki að fara þar um. Óþægilega brenni- steinsfýlu lagði af mekkinum. Þegar leið á föstudaginn gerði austan stormveður með öskufoki, svo að ekki var unt að hafast við og rannsaka. Eftir athugunum okkar Guð- mundar kom í ljós, að eldstöðvar þessar myndu vera þær hinar sömu og Wadell hafði fundið og nefnt Svíagíg. Til suðurs féll Skeiðarárjökull, breiður og falleg- ur fram á milli Færinestinda að austan og Súlutinda að vestan. Hæð þessa barms yfir núverandi hafflöt mældist mér 1660 m. Kom það allnákvæmlega heim, bæði við hæðamælingar Wadells og eins við mælingar þær, sem við dr. Niel- sen gerðum síðar. Laugardaginn 28. apríl kom ég í annað sinni að þessum eldstöðv- um' og dvaldist þá við þær til föstudagsins 4. maí ásamt dr. Niels Nielsen. Gosið var þá mjög í rénun, en veðrið var lengst af slæmt. Hvert tækifæri var notað til rannsókna. Við þær kom í ljós: „Gígur“ sá, er Wadell lýsir og nefnir Svíagíg, er ekki gígur, heldur ketilsig, ekki ósvipað og Askja í Dyngjufjöllum. Frá austri til vesturs mældist sigdalurinn 7 —8 km., en frá norðri til suðurs 5—6. Dýptina áætluðum við 200

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.