Samtíðin - 01.06.1934, Blaðsíða 28

Samtíðin - 01.06.1934, Blaðsíða 28
Hólum í Homafirði, svo að spor- rakt hafi orðið. í Fáskrúðsfirði varð dálítið öskufall svo fannir urðu gráar og aðeins sporrakt á jörð. 1 Fljótshverfi og Síðu féll ofur- lítil aska, svo rauk úr spori á harðlendi. í Álftaveri og Meðallandi virt- ist öskufallið hafa verið ofurlítið meira, en það varð í uppsveitum Skaftafellssýslu. Á Laugum í Suður-Þingeyjar- sýslu féllu 6 Vá gr. af ösku á 1 m2 á páskadag kl. 12—4. Ég hefi safnað allmörgum sýn- ishornum af öskunni, er nú bíða nákvæmari rannsókna. í Fljóts- hverfi sá á snoppum kinda, er þar höfðu gengið úti meðan askan féll. Voru granii' þeirra hrúðrað- ar og særðar. Rannsóknum á þessum eld- stöðvum í Vatnajökli er enn ekki lokið. Sambandið milli hlaupanna í Skeiðará og eldsumbrotanna þekkist enn ekki til fulls. Eld- stöðvarnar þarf að athuga árlega til næsta goss, svo hægt sé að fylgjast með þeim breytingum, sem þar verða. Til slíkra ferða myndi ég telja mánuðina mars— apríl heppilegasta. Það er þurr- asti tími ársins á þessum slóðum, þá er bests skíðafæris að vænta og þá er orðið svo bjart, að næt- i urmyrkur verða vart nokkrum til tafar. Það hefir sýnt sig, að jökul. farar þeir, sem valið hafa sumar- mánuðina til ferðanna, hafa flest- ir átt við krap og þokur að stríða, en það eru að mínum dómi verri óvinir en frostið. Fi'egnir hafa borist af ferðum okkar félaga og það nær eingöngu af erfiðleikum þeim, sem við átt- um stundum við að stríða. í huga rnínum eru aðrar minningar jafn- ríkar og ríkari. Ég minnist lengst þeirrar stundar, er við náðum eldstöðvunum í fyrsta sinni. Ég minnist þess lengur en hríðanna, þegar ég leit niður í dalinn og sá þau verksummerki, semfangbrögð elds og íss höfðu þar eftir skilið. Ég minnist morgunsins 7. maí, þegar við höfðum fundið vista- tjald okkar og bréf frá félögun- um, sem gaf til kynna, að þeim lilyti vissulega að líða vel. Him- ininn er heiður og glaða sólskin. Það hefir verið stinnings frost í nótt og skíðafærið hlýtur að vera ágætt. Sléttar snjóbreiðurnar vesturundan lokka okkur af stað sem fyrst. Það er eins og þær vilji biðja afsökunar á því, að í gær komumst við ekki nema 5—6 km. á 8 klukkustundum. í vestrinu sést ofan á kollinn á Hofsjökli, Kerlingafjöllum og Langjökli, en nokkru sunnar gnæfir Iíekla. 24

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.