Samtíðin - 01.06.1934, Blaðsíða 30

Samtíðin - 01.06.1934, Blaðsíða 30
SAMTÍÐIN á að vinna leikandi og létt, eins og- frægasti íþróttakennari Svía, Hjortberg, sagði eitt sinn við „drengina sína“. Þetta márkmið nrrst aðeins með góðum undir- búningi keppenda. Sem dæmi upp á sam- viskusemi hins sanna íþrótta- manns í þessu efni, meistai-ans, sem ekki lætur sér nægja hlut- ina hálfgerða, skal ég tilfæra orð spretthlauparans Paddock’s um sjálfan sig, eftir að hann hætti að keppa á leikmótum: „Ég á ennþá fullkomlega þann flýti, sem ég eignaðist með áralangri þjálfun og erfiðum kappleikum og ég er á allan hátt heill heilsu. Til dæmis um flýti minn nú, skal ég geta þess, að ég hljóp nýlega 50 yards (ca. 45 metra) á réttum 5 sek. Heimsmetið er 5,1 sek. Ég hefi einu sinni áður náð þessum tíma, fyrir 10 ánim, og þá, eins og nú, ekki á opinberu leikmóti, svo tíminn fæst ekki viðurkend- ur sem met. En ef ég ætti að keppa á 100 yards, myndi ég þurfa nokkurra mánaða undirbún. ing, áður en ég teldi mig fullfær- an til að keppa á þeirri vega- lengd“. Þannig ættu sem flestir íþrótta. menn að hugsa. Margir menn hafa horn í síðu íþróttanna og telja gildi þeirra fyrir mannlífið lítið. Þó fer þessi andúð hvarvetna minkandi nú, I við nánari kynni manna af þeim. Það er einkum tvent í sambandi við íþróttimar, sem margir eiga erfitt með að fella sig við og skilja. Það eru orðin: Kappleikur og met — og það sem í þeim felst. Margir hafa þá skoðun, að íþrótt- irnar eigi ekki að hafa annað markmið en að bæta heilsu manna og auka’ líkamlega hreysti þeirra. Þetta er í sjálfu sér gott og bless- að, — en þá er aðeins tekið til- lit til hollustuáhrifa hreyfingar- innar einnar, og ef tekið er fult til. lit til hins aðilans, ungmennisins, sem gefur hreyfingunni líf og form og gerir hana að íþrótt, er það ekki nægilegt. íþróttin er meira en hreyfingin ein og gildi hennar byggist einmitt að miklu le.vti á kappleiknum og- því, að I unglingurinn leggur sig meira fram við að ná þroska í íþrótt sinni en ella. Aðalatriðið er það. að kappleikurinn skapar áhuga, sem leiðir til margháttaðrar starf. semi í hugsana- og athafnalífi unglingsins og kennir honum að beita huganum að því áð ná settu marki. Kappleikurinn vek- ur hjá honum hugsanir, sem leiða til sjálfsmats og' virð- ingar á hæfileikum hans og' göll- um, með tilliti til þroskaskilyrða hans í íþróttinni. Fullkomnunar- þráin er vakin og tekin til starfa og ekkert afl er vænlegra til sjálfs. þroskunar unglingsins en hún. Framli. 26

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.