Samtíðin - 01.06.1934, Blaðsíða 32

Samtíðin - 01.06.1934, Blaðsíða 32
S AMTÍÐIN nauða út úr okkur fimmkall. En fyrir framan söluklefann i bíó, eða við kaffiborðið á veitinga- húsinu, fleygir hann seðlinum kæruleysislega á borðið, eins og hann væri ekki gerður af öðru en fimmköllum. Ég hef oft skemt mér við að liorfa á hann. Sólveig líkist móðurættinni í einu og öllu. Hún vinnur heirna, og allii', sem vinna heima, látast vera einhverjir dauðans píslai- vottar. Engilssvipurinn á henni hæfir líka frábærlega vel hlut- verkinu. Hún er föl og fíngerð, en við hin erum öll rjóð og hraustleg. Öllum finst Sólveig vera sakleysið sjálft, en við syst- kini hennar vitum, að hún er ekki öll har sem hún er séð. Ef Sólveigu langar, til dæmis, að fá sér nýja sumarkápu, þá er hún ekki sí-nauðandi eins og við hin. Nei, hún bíður þolinmóð þangað til rétta augnablikið er komið. Henni kæmi aldrei til hugar að hefja máls á slíku þeg- ar mamma væri þreytt, eða ein- hver væri viðstaddur, sem gæti truflað þær. En eitthvert kvöldið, þegar þær eru í ró og næði að sýsla við heimilisverkin, kynni hún að segja með dótturlegri blíðu og umhyggju: ,,En hvað mér þykir vænt um, að við sleppum við að kaupa handa mér nýja kápu í sumar. Ég var að skoða gömlu kápuna mína áðan, og ef ég fengi hana Finnu til að dytta ofurlítið að kraganum og 28 ermunum, þá gæti ég bjargast við hana lengur. Slík fágæt nægjusemi gengur ])abba og mömmu til hjarta. — Ætli það verði ekki einhver ráð með að útvega þér nýja kápu, seg’ir mamma. — Nei, ég' kemst af, svarar Sólveig. Það er hvort sem er ekki svo margt, sem ég fer. Sólveig fer hreint ekkert minna en við hin, en mamma kemst við, þegar hún heyrir hana segja það, og fær löngun til að gleðja liana eitthvað. — Þú mátt fara til Hagen klæðskera og semja við hann, seg- ir hún. Það er ekki vogandi að láta það í hendurnar á Finnu. — Góða mamma! hrópar Sól- veig upp yfir sig. Hagen, sem er svo dýr! — Já, víst er hann dýr, segir mamma andvarpandi, en það borgar sig með tímanum. — Já, kannske það borgi sig', segir Sólveig með semingi, og nú er hún búin að hafa það fram, sem hún ætlaði sér. Pétur er sá sjötti í röðinni og einmitt á þeim aldri, þegar strák- ar skammast sín fyrir að eiga foreldra og systkini, hvað þá að þeir vilji láta sjá sig með þeim úti. Hann er í mútum, og hvert hljóð, sem útgengur af hans munni, er líkast því, að strokið væri yfir tvo strengi á falskri fiðlu. Hann heldur sig' mest úti við, með áttatíu jafnöldrum sín-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.