Samtíðin - 01.06.1934, Blaðsíða 34

Samtíðin - 01.06.1934, Blaðsíða 34
S AMTÍÐIN skrifstofustörf fyrir fimmtíu krónur á mánuði, þarnæst at- vinnulaus aftur, sökum gjaldþrota firmans, og að lokum skrifstofu- staða hjá Shipping & Co. fyrir hundrað krónur á mánuði. — Stöðugt hærra og hærra! segja bræður mínir. Ef þú heldur svona áfram, verðurðu orðin mat- vinnungur áður en þú nærð fer- tugu. Við búum í gamaldags íbúð, þar sem langur og skuggalegur gangur er lífæðin. Uppgangurinn er hræðilegur. Múrveggurinn, sem f.vlgir hven-i beygju stigans, er skreyttur vatnaliljum og vaðfuglamyndum með skerandi litum. Það hefir kanske verið fallegt fyrir hundr- að árum síðan, en nú gerir það íbúðina bara enn ömurlegri. Þeg- ar gestir koma, höfum við altaf afsakanir á takteinum og segjum, að húseigandinn hafi lofað gagn- gerðum endurbótum á næstunni. Því hefir hann líka lofað í ein tíu ár. Gestirnir setja upp sak- leysissvip og segja annaðhvort: Góða mín, ég var ekki íarin að taka eftir því, að neinu væri á- bótavant, eða: Góða mín, þetta er ekki lakara en hjá öðrum. Öllum finst auðvitað hreinasta furða, að níu manna fjölskylda skuli yfir- leitt geta fengið þak yfir höfuðið. Mamma grípur þá venjulega tækifærið til að látast vera móðg'- uð, og segir: Jahá, það sýnist næstum vera orðinn glæpur að 30 eiga börn. Þá glymúr í sonum hennar og dætrum: Uss, ekki að taka það svona alvarlega! Þegar slept er slitinu á hús- gögnunum og endumýjun og aukningu á rúmfatnaði og öðru slíku, er heimilið svipað þeim, sem láglaunafólk stofnaði um aldamótin, eftir að hafa verið trúlofað í sjö til tíu ár, til þess að draga saman fyrir húsgögnum og píanói. I borðstofunni eru eikar- húsgögn með hnúðum og alskonar pírumpári, og bakháir, rauðir flosstólar með dúskum í dagstof- unni, áttkantað borð og prisma- ljósakróna. Ljósakrónan er raun- ar aftur komin í móð, og nú finst okkur hún stöðugt fallegri og fallegri, þó að við værum áður sáróánægð með hana. Pálminn er nú loksins dauður, okkur systkin- unum til óblandinnar gleði. Gólf- teppið er mikið farið að láta á sjá fyrir framan spegilinn, og aldrei líður sá dagur, að mamma biðji okkur ekki, að spegla okkur annai'sstaðar. En það ber lítinn árangur, af því að það er eini spegillinn, sem er svo stór, að liægt sé að sjá sig allan í honum. Það er altaf sá kosturinn við stofumar okkar, að þær eru ekki of fínar til að nota þær. Það er mikill munur eða hjá nýgiftu íólki. Hjá Monu vinkonu minni, er t. d. alt svo pólerað og gljá- andi, að enginn þorir að hreyfa sig, til þess að skemma ekki hús- i gögnin. Frh.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.