Samtíðin - 01.07.1934, Blaðsíða 6

Samtíðin - 01.07.1934, Blaðsíða 6
S AMTÍÐIN Ræktunin hefir kostað mikið erfiði og fé. Innflutningur á út- lendum áburði gefur nokkra hug- mynd um ræktunina, hvenær hún hefst fyrir alvöru og hve dýr hún hefir verið. Það er rétt eftir síð- ustu aldamót, sem byrjað er að flytja inn tilbúinn áburð. Inn- flutningurinn nemur nokkrum hundruðum króna á ári fram yfir stríðslok. Árið 1918 er þó aðeins flutt inn fyrir 110 krónur, en smá eykst svo, þangað til 1931 að fluttur er inn útlendur áburður fyrir 760 þúsundir króna. Meirl og meiri vinna hefir á ári hverju verið lögð í ræktunina. Góður mælikvarði á því hve jarðræktin hefir aukist mikið síðari árin, eru dagsverk þau, er Búnaðarfél. hefir veitt bænd- um styrk fyrir. Mest hefir jarð- ræktin aukist síðan jarðræktar- lögin gengu í gildi 1923. Næsta ár á undan eru dagsverk, sem unnin eru við jarðrækt, rúm 100 þúsund, en fjölgar síðan mjög ört og eru flest á árinu 1931, þegar þau urðu um 760 þúsund. Síðustu árin hefir kreppan aftur dregið mjög úr jarðræktinni. — Ræktunin hefir oi-ðið dýr, og þeg- ar að því kemur, að nýræktin fari verulega að gefa af sér og borga sig, dynur kreppan yfir. Sölutregðan og verðfallið verður miklu meira en nokkrum hafði getað dottið í hug. Féð, sem í ræktunina hefir verið lagt, rentar 2 sig ekki, nýjar skuldir bætast við og erfiðleikarnir aukast. Samkvæmt skýrslum Kreppu- lánasjóðs voru skuldir allra bænda á landinu 1933 samtals rúml. 33 milj. kr. Tala bænda mun vera um 6800. Skuld á hvem bónda verður þá um 4860 kr. til jafnaðar. Skv. sömu skýrslum eru skuldlausar eignir á hvern bónda til jafnaðar 4437 kr. Þeir eiga fyrir skuldum, en mildar vaxta. og afborgana- greiðslur eru þungar byrðar á þessum erfiðu tímum. Kreppulánin verða vafalaust nokkur hjálp fyrir bændurna, en varanleg hjálp verða þau ekki. Eina varanlega hjálp landbúnaðai’. ins er sú, ef hægt væri að auka sölu á afurðum hans eða hækka verðið. Horfurnar eru þó alt ann- að en góðar á því að það megi takast. Saltkjötið, sem jafnan hefir verið aðal útflutningsvara bænda, reynist örðugTa að selja með ári hverju. Bót er það að vísu, að útflutningur á frystu kjöti hefir mikið aukist síðari árin. Útflutningur á saltkjöti hefir verið sem hér segir um 7 undan- farin ár: 1927 2570 þús. kg. á 0.70 kg 1928 2251 — — - 1.04 — 1929 2347 — — - 0.94 — 1930 2288 — — - 0.97 — 1931 1523 — — - 0.71 — 1932 1500 — — - 0.46 — 1933 757 — — - 0.63 — Eins og af þessu sést, hefir út-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.