Samtíðin - 01.07.1934, Blaðsíða 10

Samtíðin - 01.07.1934, Blaðsíða 10
gert. Eins ættum við að nota miklu meira kartöflur en gert er. Kartöfluneysla okkar er t. d. hálfu minni á mann en neysla Dana. Aukin neysla á kartöflum sparar aftur innkaup á korni. Niðursoðna mjólk og rjóma er vitanlega alveg óþarfi að flytja inn. Sama er að segja um egg, enda mun nú framleitt svó að segja nóg af þeim í landinu. Nóg af smjöri og osti væri líka hægt að framleiða fyrir innanlands- neyslu. Ýmislegt mætti hér rækta, sem alt of lítið er ennþá gert að, eins og t. d. margskonar kál og ber. Berin sem vaxa vilt og ekkert þarf fyrir að hafa nema að tína, notum við alt of lítið. Nágrannaþjóðir okkar, Norð- menn og Svíar, notfæra sér þau betur. Árlega flytja þær út ber fyrir upphæðir svo hundruðum þúsunda króna skiftir, auk þess sem mikið er notað af þeim á öil- um heimilum heima fyrir. Mikið er hér víða um ber á landinu og mikið verðmæti í þeim. T. d. má geta þess, að eitt sveitaheimili á Vesturlandi seldi ber í fyrrasum- ar fyrir um 400 kr. Að berja- tínslunni unnu mest þrír krakk- ar yfir berjatímann, sem ekki mun hafa verið meiri en hálfur annar mánuður. Við heyvinnuna unnu fjórir fullorðnir alt sumar- ið. Aðalafurðasala búsins voru 50 dilkar og fyrir þá fékk bónd- inn um 400 krónur. Kostnaður og erfiðið við að afla þessara 6 tveggja 400 króna er ekki sam- bærilegur. Á meðan núverandi viðskifta- hömlur haldast er það skiljan- lega höfuðatriði fyrir íslenska bændur, að framleiða sem mest fyrir innanlandsmarkaðinn og að hafa framleiðsluna sem allra fjölbreyttasta. Það má ekki ríg- binda sig við gamlar venjur og ákveðna framleiðsluvöru. Þótt svo að segja eingöngu hafi verið unnið að heyöflun á sumrum, undanfarnar aldir, dugir ekki að standa við slátt og berja harð- bala, ef betur borgar sig að gera eitthvað annað, þó ekki sé nema að tína ber. Við mégum ekki ei- líflega og í hugsunarleysi troða gamlar götur. Lífsbaráttan er hörð, og engrar miskunnar að vænta. Okkur ber fyrst og fremst skylda til þess að sjá sjálfum okkur sem best farborða. Við verðum að taka það land til rækt- unar, sem best liggur við og mestar líkur eru til að borgi sig, en láta grýttu afdalakotin mæta afgangi. Við verðum að fram- leiða þær vörur, sem m'est er upp úr að hafa (landanum þó slept), en sleppa hreppareip- drætti og dalarómantík. Á því ríður í viðskiftunum, að haga sér eftir því sem best á við á hverjum tíma og vera fljótur að breyta til, eftir því sem þörfin krefur. Þar getum við lært af frændum vorum Dönum. Fram að aldamótum var komið aðalfram-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.