Samtíðin - 01.07.1934, Blaðsíða 11

Samtíðin - 01.07.1934, Blaðsíða 11
S AMTÍÐIN J A P Það eru ekki nema nokkrir ára- tugir síðan Japanar opnuðu land sitt fyrir erlendum menningar- straumum og tóku að semja sig að háttum vestrænna þjóða. Fyrir þann tíma má segja, að Evrópu- mönnum hafi verið harla ókunn- ugt um hagi þeirra og litið á þá smáum augum. Það er í rauninni ekki fyrr en eftir rússnesk-jap- önsku styrjöldina árin 1904—05, að Japanar fara fyrir alvöru að koma við sögu síðari tíma og sýna vestrænum þjóðum, að þar A N er menningarþjóð á ferðinni, sem taka verður fult tillit til. Upp frá því hefir menningu Japana fleygt fram, í kjölfar Ev- rópumanna, og það með svo stór- stígum og æfintýralegum hætti, að nú standa þeir á öllum sviðum helstu menningarþjóðum heims- ins jafnfætis. Þessi stórfelda þróunarsaga Japana hefst með Mutsuhito keis- ara, sem kom til ríkis árið 1867 og gerðist einvaldur. Honum var það ljóst, að þjóð hans stóð ýms- leiðsluvaran. En þegar ameríska hveitið kom á markaðinn, gátu Danir ekki kept. Þeir hættu við kornræktina og snéru sér að því að framleiða kjöt, flesk og mjólk- urafurðir. Þar urðu þeir fremst- ir og engin þjóð gat kept við þá, þar til nú að Argentína, Ástra- lía og Nýja Sjáland reynast þeim full hættulegir keppinautar. Það sem okkur ríður á, er að auka mjólkur-, smjör. og osta- framleiðsluna, matbúa nokkuð af kjötinu, gera úr því dýrari og fágætari vöru, vinna dúka og teppi úr ullinni, súta skinnin, notfæra okkur berin, og rækta og nota miklu meira af kartöfl- um og káli o. m. ÍL Svo virðist, sem aðallega sé um þrjár leiðir til aukinnar sölu á landbúnaðarvörum að ræða: 1. Vinna nýja markaði fyrir þær vörutegundir, serri við nú flytjum út. 2. Framleiða eingöngu fyrir innanlandsmarkaðinn. 3. Breyta um útflutningsvöru með því að vinna úr hráefnunum og flytja út unna og útgengilega neysluvöru. Einhverja þessara leiða verð- um við að fara á næstu árum eða allar að einhverju leyti. f næstu ritgerð, um þetta efni. mun ég ræða nánar möguleika þessai’a leiða. 7

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.