Samtíðin - 01.07.1934, Blaðsíða 15

Samtíðin - 01.07.1934, Blaðsíða 15
berum djúpa virðingu fyrirÞjóða- bandalaginu og starfi þess í þágu friðarins. En stefna okkar í þessum málum var löngu ákveð- in þegar Þjóðabandalagið kom til skjalanna“. Japanar vilja með öðrum orðum hafa rétt til að leggja sinn sérstaka skilning í alla samninga og láta hann vera æðsta úrskurð. Þeir líta svo á, að það sé eðlilegur og sjálfsagður forréttur hinnar goðbomu þjóð- ar. Ýmsum sjórnmálamönnum fanst Japanar hafa nokkra af- sökun, þegar þeir voru að berj- ast um yfirráðin í Mansjúríu. Ileimalandið var orðið þeim of lítið. Það er ekki nema sex sinn- um stærra en ísland, en íbúarnir um 90 miljónir og fer óðum fjölg- andi. Hér virtist því að nokkru 11 Kínverski múrinn. í stríðinu, scm undanfarin ár hefir staðið í Mansjúríu á rnilli Japana og Kínvcrja hafa Kínvcrjar oft varist við hina gömlu frægu múra. Ræðismaðurinn virtist ekki vera hið minsta feiminn við að gefa þessa skýringu“. Viðskifti Japana við Þjóða- bandalagið eru öllum í fersku minni. Þeir ráðast inn í Kína, skjóta niður borgir og brenna, hringinn í kring um Schanghai og víðar, en fullyrða jafnframt að þetta sé einungis sjálfsvörn. Og þeir eru undrandi yfir, að heim- urinn skuli ekki geta fallist á þetta. Mansjuriu hrifsa þeir af Kínverjum og gera að sjálfstæðu keisaradæmi, undir yfirstjórn Jap- ana. Og þeir eru sárlega móðgað- ir, þegar vestrænar þjóðir vilja ekki tafarlaust viðurkenna þetta nýja ríki. Þegar Þjóðabandalagið fer að finna að framferði þeirra og saka þá um samningsrof, þá svara þeir afar kurteislega: „Við

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.