Samtíðin - 01.07.1934, Blaðsíða 21

Samtíðin - 01.07.1934, Blaðsíða 21
S AMTÍÐIN SKÓLASÝNINGIN Fyrsta íslenska alm Það var ánægjulegt að koma í Austurbæjarskólann og sjá handa- vinnusýninguna þar. Hún bar voft um að mikil tjreyting hefir orðið til bóta á kensluháttum í skólun- um síðustu árin. Þululærdómur- inn er á förum, en í stað lians leknar upp kensluaðferðir sem meira eru við hæfi barnanna. — Barnið blýtur að hafa meira gam- an af því að teikna landabréf í vinnubók sina, merkja á það borg- ir og lita ýmsum litum eftir hæð og gróðri, heldur en að læra fjölda borganafna utanað. Eins hlýtur bygging líkamans eða útlit dýrs að vera barni minnisstæðara þegar það hefir teiknað myndir af þvi á pappír. Slik vinnubrögð við nám eru skemtilegri, gagnlegri og hljóta að vera meira þroskandi en eilífur þululærdómur. Börnin eru nú látin gera ýmsa þarfa hluti, sem komið geta þeim að gagni í daglega lífinu eða við leiki. Það er einmitt nauðsynlegt. enna skólasýningin. Anægja barnsins yfir því að gera hlutinn verður þá miklu meiri. Það er ein mesta gleði barns, þegar það finnur að það getur gert eitt- hvert gagn eins og fullorðna fólldð. Samtímis var dönsk og sænsk skólasýning í Austurbæjarskólan- um. Þegar þær eru bornar saman við íslensku sýninguna, kemur þó glögt í ljós hve islensku skólarnir yfirleitt standa þeim erlendu enn- ])á að baki í smekkvísi (t. d. í lita- samsetningu) og vandvirkni. Það er heldur ekki hægt að ætlast til að skólahandavinna hér, þar sem liún er tiltölulega ný, standi jafnfætis útlendri skólahanda- vinnu, sem befir margra ára þroskaferil að baki sér. Án efa hefir sýning þessi orðið til mikils gagns, hún hefir bent fólki á gildi handavinnunnar og verið bvatning til þess að keppa eftir betri árangri. Þá mun líka takmarki sýningarinnar náð. Gl. R. séu þungar þrautir á allan al- menning til augnagamans fyrir fáeina sérvitringa — sem aldrei munu þó verða sammála um sér- visku sína, og þess vegna aldrei hafa af henni nema raun og erg- elsi hvort sem er? 17

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.