Samtíðin - 01.07.1934, Blaðsíða 25

Samtíðin - 01.07.1934, Blaðsíða 25
reyndist samkvæmt rannsóknum Sörlle’s skipstjóra, að vera tæpir 14 metrar í ummál, tungan ein vóg á fjórðu smálest, eða með öðrum orðum jafnmikið og meðalstór fíll! Hjartað vóg 600 kg., nýrun 550 kg. og lifrin 900 kg.! Heildar- þungi jötunsins var livorki meira né minna en 122 smálestir. Sagt er að stóra slagæð líkamans geti verið svo víð, hjá sumum hvölum, að maður geti skriðið inn í hana. Blóðið í stærstu hvölum er um 8000 lítrar, eða 1600 sinnum meira en i manninum, en lungun geta rúmað 14.000 lítra af lofti í einu. Rannsóknir hafa leitt í Ijós, að „sporður“ hvalanna er eitthvert fullkomnasta áliald til framdrátt- ar, sem þekt er. Hér uid bil öll sú orka, sem styrstluvöðvarnir ráða vfir, liagnýtist til þess að or- saka framdrátt. Verkfræðingar myndu orða þetta þannig, að hval- styrstlan væri framdráttar-áhald með nærri 100% „effektivitet“, en íil samanburðar má geta þess, að skipsskrúfa liefur aðeins 70% „effektivitet“. Hvalur með j)eirri stærð, sem að ofan er greint, myndi, eftir nákvæmum útreikn- ingum að dæma, þurfa 1 % hest- afl til þess að fara með 3 sm. hraða á klukkustund. Ykist hrað- inn upp í 5 sm. þyrfti 6.5 hestöfl, og cf hraðinn yrði 10 sm. myndi þurfa 46.8 hestöfl. Þegar stórhveli, sem jjetta, er í hvíldarástandi, mun streyma um 1000 litrar af blóði i gegnum hjartað á hvená mínútu, en fari liann með 10 sm. hraða á klukkustund, en það getur hann vel, strcyma ea. 4500 lítrar af hlóði gegnum lijartað á mínútu. Þessi stórhveli geta farið niður á 100 metra dýpi, og verið niðri í 10 minútur. Þó að inerkilegt megi heita, lifa þau af smákröbbum, sem eru aðeins um 5 sm. á lengd. Þó vita inenn að hvalir geta verið niðri háll’a klukkustund, eða ef til vill lengur, ekki síst búrhvalurinn, sem lifir á smokkum, og ofl á í miklum neðansjávar orustum við risasmokkana. Dæmi eru til þess, að húrhvalur hefur komist niður á !)()() melra dýpi; hann flæktist í sæsímaleiðslum við Peru og druknaði. Þegar kafararnir eru dregnir upp af nokkru dýpi, verð- ur að draga j)á skamt i senn, með löngum hvíldum, því ella myndast blöðrur af köfnunarefni í blóði og i vefjum, en það getur riðið manninum að fullu. Sama lögmáli lijóta hvalirnir einnig að vera háðir, þar sem þeir anda með lungum eins og maðurinn og öll önnur spendýr. Þvi er það alveg óskiljanlegt hvernig hvalirnir geta forðast „kafaraveiki“, þeg-ar þeir fara á nokkrum mínútum ef til vill frá mörg liundruð metra dýpi alla leið upp að yfirborði. Merkilegt er það einnig, hve stevpireiðurin i Suðurhöfum er fljót að þroskast. Æxlunin fer fram að haustlagi í suðurhöfum, j>. e. í mai og júní, við sunnan- verðar Afríku-strendur. Með- göngutíminn er 11 mánuðir, og þegar kálfurinn fæðist er hann 7 21

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.