Samtíðin - 01.07.1934, Blaðsíða 27

Samtíðin - 01.07.1934, Blaðsíða 27
S AMTÍÐIN farið sigurför um heiminn; einnig liefir verið sniðið upp úr henni leik- rit, sem vakið hefir mikla atíiygli. pað má segja um Insúa sem skáld- sagnahöfund það, sem hann segir sjálfur, þegar hann er að lýsa einni söguhetjunni sinni: „Don Juan var meira í ætt við Epikúr en Epiktetos, las heldur O- vidius en Seneka, þótti meira gaman að Boccaccio en Dante, að Rabelais heldur en dulhyggju- og meinlæta- mönnum miðaldanna, dáðist meira að erkiprestinum frá Hita, Fran- cisco de Rojas og don Francisco de Quevedo heidur en öðrum ekki ó- merkari né óþektari ritsnillingum í Kastilíu". (E1 alma y el cuerpo de Don Juan). Sem smásagnahöfundur er Insúa talinn góður. Fallegasta stúlkan í Fontanar del Monte var Lorencica, dótt- ir Lorenzós dýralæknis og frúar hans, Moniku saumakonu. Engin hjón í Fontanar áttu betur skap saman en þau Melgares — það var ættarnafn dýralæknisins. Heiðvirð og iðjusöm voru þau; hann læknaði kýr og hesta, en hún sneið föt og saumaði fyrir Fontanarbúa og alt nágrennið, og gat presturinn í þorpinu ekki stilt sig um að benda sóknar- börnum sínum á þau sem fyrir- myndarhjón, heiður og sóma sveitarinnar. Og svo voru þau hraust og sælleg útlits, að lækn- irinn, don Augusto, hugsaði jafnan með sér, er hann sá þau: „Þama sjáið þið hinn sterka kynstofn Kastilíu, þróttinn, lífs- fjörið og heilsuna, uppsprettu hraustra kynslóða“. Hann var sem sé töluvert víðlesinn maður og hafði það jafnvel til að vera skáldlegur. Það hafði aðeins einu sinni komið fyrir, að don Au- gusto átti erindi sem læknir heim til þeirra Melgares-hjóna. Og það var þegar þau bæði voru í blóma lífsins, afar sæl og afar ánægð, og nýbúin að eignast Lorencicu litlu. Don Augusto lauk upp fyrir henni dyrunum til lífsins, en sóknarpresturinn skírði hana og læsti méð þeirri athöfn dyrunum að forgarði hel- vítis, svo að hún skyldi ekki síðar villast þangað inn. Og ekki hafði hann skamtað saltið úr hnefa við það tækifæri sá góði klerkur, eftir því sem hann sjálfur sagði löngu síðar, er hon- um varð starsýnt á fegurð og yndisleik Lorencicu. Don Augusto kímdi að þessu monti sóknar- prestsins og taldi meira sér að þakka, hvílíkt dálæti Fontanarbú- ar höfðu á telpunni. Og stafaði það af því, að hann, sem var hinn staðfastasti piparsveinn, hafði tekið slíku ástfóstri við Lorencicu litlu, að hann eyddi öllum stundum, sem hann mátti missa frá störfum sínum í klúbbnum og lyfjabúðinni, í það að segja henni til og fræða hana um alla hluti. Kristindómsfræðsl- una annaðist presturinn, og frú Mónika sá um, að hún yrði eng- 23

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.