Samtíðin - 01.07.1934, Blaðsíða 36

Samtíðin - 01.07.1934, Blaðsíða 36
S AMTIÐIN Sólskinið var brennheitt, snjór- inn rann í sundnr og- fossaði nið- ur af húsaþökunum, og- krapelg- urinn fylti göturennurnar. I Hallarbrekkunni geklc ég fram á Axel, niðursokkinn í samræður við einhverja litla tátu. — „Uss, ekki að vera svona svartsýnn, Mörk!“ heyrði ég hana segja. „Það eina, sem mig langar til á svona degi, er að ferðast“. Yngsti ættliðurinn stóð í dyr- unum og beið eftir meðlimum fjölskyldunnar. Hún leit hálf- spaugilega út, með þykkan, ljós- gulan ennistopp, menjurauðar kinnar og gríðarstór hornspanga- gleraugu. Gleraugun hafði hún nýlega eignast. Hún átti bara að nota þau í skólanum. En Tullu fanst þau fara sér svo vel, að hún notaði þau daglega. Og það bar góðan árangur. Tulla sá efalaust ekkert samband milli gleraugn- anna og sætindanna, sem henni áskotnaðist, en ástæðan var samt engin önnur en sú, að fólk komst við af að sjá bamið ganga með gleraugu. Það var auðséð að Tulla bjó yfir einhverju, enda var ég ekki fyr komin í augsýn, en hún kall- aði til mín, að frú Hansen á neðstu hæðinni hefði gefið henni þrjár krónur, af því að hún hafði gleymt afmælisdeginum hennar, og mamma hafði sagt, að hún ætti að kaupa eitthvað þarf- legt fyrir þær, eins og t. d. sokka, og Tulla leit niður fyrir sig um 32 leið. „Mamma sagði, að þú gætir keypt þá. Þú getur bara sagt, að þeir eigi að vera á stelpu, sem sé komin hátt á áttunda ár“. Tulla hafði orðið sjö ára fyrir hálfum mánuði, og fanst þetta því ekki of mælt. En þegar hún sá, að ég brosti, leit hún á mig hálf-tortryggnislega. Þó að Tulla væri ekki gömul, hafði hún feng- ið reynslu fyrir því, að kæmist eitthvert systkinanna miður heppilega að orði, var því vand- lega haldið til haga af hinum og notað óspart, þegar tækifæri gafst. Yfir borðum var hagur minn tekinn til alvarlegrar yfirvegun- ar. Einar lét líklega yfir því, að hann gæti útvegað mér atvinnu. Sagedahl lögmaður hafði komið inn til hans um morguninn. Að sjálfsögðu höfðu þessir síðustu hörmungarinnar tímar borist í tal, og þá hafði Einar notað tæki- færið og minst á systur sína. Hann sagði nákvæmlega, hvað þeim hafði farið á milli. — „Vesa_ lings systir mín“, sagði ég. Það er flestum lítið um það gefið, að heyra sig kallaða vesa- linga, og jafnvægi skapsmunanna hvarf mér sem snöggvast. „Þú getur sjálfur verið vesa- lingur, rafmagnsfúskarinn þinn!“ „Ekki þennan munnsöfnuð!“. sagði Randi. „En að við skulum aldrei geta setið í friði við borðið eins og annað fólk“, sagði mamma.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.