Samtíðin - 01.08.1934, Blaðsíða 7

Samtíðin - 01.08.1934, Blaðsíða 7
verðum vér því fram yfir 1950 a. m. k. að notast við rafmagn, sem er frá IV2 sinnum til 21/2 sinnum dýrara (miðað við stofn- kostnað í stöð) en frá Ljósafossi fullvirkjuðum, en hérumbil 2 sinnum til 31/2 sinnum dýrara en frá írufossi og Kistufossi full- virkjuðum. Niðurstaða þessi er sannarlega óglæsileg; en athugandi er hvort sala rafmagns til héraða utan Reykjavíkur getur breytt henni í verulegum atriðum. Héruð þau er fyrst og fremst kæmu til greina að veita raf- magni um, eru: kauptúnin Eyi'- arbakki, Stokkseyri og Vest- mannaeyjar, og þær sveitir í Ár- nessýslu og Rangárvailasýslu, sem best ligg'ja fyrir veitu frá háspennulínum þeim, er lagðar yrðu til kauptúnanna. í skýrslu þeirri, sem Raforkunefndin, er starfandi var hér fyrir nokkrum árum, samdi um „Raforkuveitur fyrir Suðvesturland“, er gert ráð fyrir, að orkuveitur gætu fljótlega náð til áðurnefndra kauptúna og auk þess til ca. 3000 manns í sveitunum, eða als til ca. 8000 manns. Með því að íbúatala kauptún- anna hefur eitthvað hækkað síð- an, vil ég hækka þessa tölu upp í 9000. Samkv. framanrituðu vil ég áætla 300 watta mesta álag í stöð fyrir hvern íbúa. (Raf- orkumálanefndin reiknar með 200 ------------------ SAMTÍÐIN wöttum fyrst um sinn, er aukist með tímanum upp í 400 wött). Mesta álag í stöð vegna þess- ara héraða er þá um 2700 kw., en árleg framleiðsla um 15 milj. kwst. Vestanfjalls gerir nefndin ráð fyrir að veitan komi um Reykja- nesskagann, Mosfellssveit, Kjalar- nes, Kjós og jafnvel til Akraness. Mannfjölda á þessu svæði (að frádreginni Reykjavík) reiknar hún 8634. Með því að hækka tölu þessa upp í 10000 fæst aflþörfin 3000kw. og árleg framleiðsla um 16,5 milj. kwst. Öll aflþörf Reykjavíkur og þeirra héraða, sem helst koma til mála að veita rafmagni um, er því ca. 10.800 kw., með ca. 52 milj. lcwst. árlegri framleiðslu, eða hér um bil það sem önnur virkjun Ljósafoss, með Elliðaán- um, gæti gefið. Vitanlega mundi rafmagnsnotk- unin aukast með tímanum, vegna fólksfjölgunar o. fl., en rnargar af veitum þeim, er hér var rætt um, eru — hagfræðilega séð — svo hæpnar, að líklegt er að fram- kvæmd þeirra taki a. m. k. ára- tug, sérstaklega þegar athugað er að við hinn háa dreifingar- kostnað bætist tiltölulega hátt verð á rafmagninu frá stöð. Þeg- ar þessar veitur eru fullgerðar, kann að fást grundvöllur undir þriðju virkun Ljósafoss, en fyr en hún, og' helst fullvirkjun hans, 5

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.