Samtíðin - 01.08.1934, Blaðsíða 11

Samtíðin - 01.08.1934, Blaðsíða 11
S AMTÍÐIN Á FERÐ U M VERMALAND NOKKRAR AUSNABLIKSMYNDIR „Þetta ei‘u ljótu þrengslin“, tautar hver um sig, þegar við er- um að koma okkur fyrir í járn- brautarvagninum á stöðinni í Gautaborg, „og hitinn! úh“! Vagn- inn er troðfullur af dönsku og íslensku skólafólki, sem er á leið til skólamóts Norræna félagsins í Vermalandi. Síðasti strákurinn sleppur inn úr vagndyrunum, með bakpokann sinn, um leið og lest- in rennur af stað. Við veifum með vasaklútunum út um vagn- gluggana, þó við þekkjum ekki einn einasta mann af þeim, sem standa á brautarstéttinni. Lestin eykur hraðann. • Við þjótum gegnum hávaxna greni- skóga og djúpar klettaskorur, sem sprengdar hafa verið gegnum líkum hefir verið færður fram um það hver hann ætti að vera. Sennilega færa meðhaldsmenn virkjunarinnar þau meðmæli, að hún sé gerð fyrir framtíðina. En hver treystir sér til að halda því fram í alvöru, að því fé er vér að óþörfu mundum festa í virkj- uninni, væri ekki betur varið til framgangs fyrirtækja, sem gerð væru ekki eingöngu með hag framtíðarinnar fyrir augum, heldur einnig fyrir samtíðina. EFTIR GUÐLAUe ROSINKRANZ ása og hæðir. Við sjáum öðru hvoru gróðurlausar klappir og kletta; í vestri glampar á hafið milli hæðanna og trjánna. Stórir hópar svartflekkóttra kúa eru á beit á engjunum, rúgurinn og hveitið bylgjast á ökrunum fyrir hægum andvaranum. Það er ynd- isleg sjón. Lestin brunar áfram upp með Vánern, stærsta stöðu- vatninu í Svíþjóð, og inn í Verma- land. Já, Vermaland! Þangað hefir mig lengi langað til að koma. Það var víst í þessu fagra æfintýra- landi, sem Egill Skallagrímsson heimti skattinn forðum fyrir Nor- egskonung. Það er hér sem svo mörg af frægustu skáldum Svía eru fædd og uppalin. Það var hér sem Gösta Berling lifði sínu æfin- týralífi. Fáar sveitir munu geta stært sig af að eiga skáld eins og Teg- nér, Fröding, Gejer og Selmu Lag- erlöf. Fá héruð eiga eins mikla og merka menningarsögu, svo mörg skáld, sagnir og æfintýri eins og Vermaland. Vermaland er smáhæðótt, skógi vaxið vatnaland. Bóndabæirnir standa dreift, hér og þar sjást námuþorp, sögunarmyllur, papp- 9

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.