Samtíðin - 01.08.1934, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.08.1934, Blaðsíða 13
Selnia Lagerlöf situr við skrif- borðið í skrifstofu sinni á Márbacka. ..Gja !iO* íínÉ! i!’ :.ait 1 11 M ’ Við komum að herragarðinum um hádegisbil. Heimilisfólkið er við vinnu á akrinum. Þar er sleg- ið og' rakað með vélum. Við göng- um trjágöngin upp að hvítri, fall- egri hallarbygg'ingu. Á tröppun- um' stendur húsráðandinn og býð- ur okkur velkomin. Herragarður- inn og náman hafa gengið í erfð- ir mann fram af manni um marg- ar aldir. Ilöllin hefir marga fagra sali að geyma. Sumt eru stórir, bjartir og hátíðlegir veislusalii', með skrautlegum húsgögnum, gömlum málverkum, dýrindis veggtjöldum ogmargskonar merk. um skrautgripum, sem mest eru sjálfsagt gjafir og gamlir ættar- gripir. Sumir salirnir eru dimm- ir og yfir þeim hvílir einhver há- tíðlegur sorgarblær. Öllum hópnum, eitthvað um 130 manns, er boðið til miðdegisverð- ar úti í trjágarðinum. Þrátt fyrir þennan fjölmenna gestahóp, er enginn hörgull á borðbúnaði eða vistum. Þegar máltíðinni er lokið, hlustum við á fyrirlestur um járn- og stálframleiðsluna og um þá erfiðleika, sem sá iðnaður á við að stríða á þessum krepputím- um. Þá skoðum við trjágarðinn, sem er stór og myndarlegur, og því næst höldum við af stað, lengra upp í Vermaland. Ferðinni er heitið til Márbacka, heimkynni skáldkonunnar frægu, Selmu Lag- erlöf. Við gistum í hinum fræga námu- bæ Sandviken. En þar er fram- leitt dýrasta stál heimsins, sem jafnvel er jafngildi gulls. Daginn eftir komum við að Márbacka. Skáldkonan tekur á móti okkur á tröppunum og býð- ur okkur velkomin með stuttri ræðu. Sérstaklega lætur hún í ljós ánægju sína yfir því, að hafa ís- lendinga sem gesti sína. Selma Lagerlöf er gjörfuleg kona, vel í meðallagi há, hárið er mjallhvítt, andlitið er svipmikið og sviphreint og augun grá og gáfuleg. Það er tign og fegurð yfir þessari frægu skáldkonu. Ilún býður okkur inn, til þess að sjá vermlenskt heimili, eins og hún segir. lí

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.