Samtíðin - 01.08.1934, Blaðsíða 21

Samtíðin - 01.08.1934, Blaðsíða 21
S AMTÍÐIN mennirnir Corbett og Tunney, hlauparamir Homer Baker, Duf- fy, Wykoff og Orton, íþrótta- frömuðurinn Maxick og ótal margir fleiri heimsfrægir í- þróttamenn voru mjög heilsu- veilir unglingar og hálfgerðir afturkreistingar og eiga íþrótta- iðkunum sínum svo að segja lif sitt að launa. — Það eru orðnir margir, „ljótu andarungamir“, sem íþróttirnar hafa umskapað og kent flugið. — Auðvitað var þjálfun þeirra frá öndverðu háð eftirliti góðra lækna og meðvit- und sjálfra þeirra um það, að þeir stunduðu íþróttimar sér til heilsubótar, en ekki til þess að etja kapps við fullfríska menn. En áður en þeir vissu, voru þeir búnir að fá fulla heilsu og orðnir svo þroskaðir af íþróttaiðkunum sínum, að þeir gátu haldið hlut sínum fyrir jafnöldrunum. Og þá tók við nýtt tímabil á íþrótta- braut þeirra. Nú var því mark- miði náð, sem þeir höfðu sett sér í öndverðu, fullur bati á líkams- kvilla þeirra, nú nægði það mark- mið þeim ekki lengur og þá skap- aðist það markmið, sem allir sannir íþróttamenn keppa að: fullkonmun í þeirri íþrótt, sem þeir hafa helgað sig. En þá er komið inn á kappleikabrautina, því kappleikurinn er óhjákvæmi- legur liður í sókninni til íþrótta- legrar og líkamlegrar fullkomn- unar. Og eins og íþróttaiðkunum er nú liáttað, er enginn annar þroskamælikvarði á því sviði en afrekið sjálft, miðað við tíma og vegalengd, eða keppinautana. Þessir menn, sem hér er minst á, lögðu hinn heillavænlegasta grundvöll að brautargengi sínu á vettvangi íþróttanna, með því, ef svo mætti segja, að byggja upp líkama sinn frá grunni eftir þjálfunarreglum við þeirra hæfi. Við þetta öðluðust þeir staðgóða þekkingu á íþróttunum og hvað við þá sjálfa átti í því efni, um leið og þeir lögðu grundvöllinn að líkamsþroska sínum, — en fátt er íþróttamanninum nauðsyn- legra en að þekkja sjálfan sig með tilliti til íþróttar sinnai’. Þessi leið er mjög lærdómsrík þeim, er hana þurfa að fara og fáir öðlast ef til vill dýpri skiln- ing á gagnsemi íþróttaiðkana en þeir. En enginn fer hana óneydd- ur. Og þó er þeim manni, er fulla heilsu hefir, nauðsynlegt að haga undirbúning sínum að ýmsu leyti líkt. Fáir eru svo vel gerðir frá náttúrunnar hendi, eða hafa fengið svo líkamlega þroskandi uppeldi, að þeir geti gengið til kappleiks án rækilegs undirbún- ings. Enda er það undirbúning- urinn, sem er aðalatriðið. Það er ekki hægt að ætlast til þess, að fullfrískur maður fari eins hægt og varlega að undh'búningi sín- um, eins og sá, sem veiklaður er, og verður að setja sér það mark- mið fyrst, að ná fullri heilsu. i Verður aðdragandinn því venju- 19

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.