Samtíðin - 01.08.1934, Blaðsíða 30

Samtíðin - 01.08.1934, Blaðsíða 30
SAMTÍÐIN sólum, með hvíta hanska með stórum saumum og jakka, sem var mjög stoppaður um herðarn- ar. Hann notaði ensk efni frá dýrasta klæðskera bæjarins og brosti góðlátlega ef minst var á tilbúinn fatnað. Hann átti ski’authýsi með fögrum gai’ði í kring, og langan, rykgráan Mer- cedes-bíl. Þó að hann væri kom- inn af léttasta skeiði, gerði það hann aðeins heimsmannslegri og jók aðdráttaraflið. Klukkan hálf-ellefu kom Sage- dahl lögfræðingur. Hann var lít- ill maður og tilgerðarlegur, en léttur og fjaðurmagnaður í spori. Hann fór sér að engu óðslega, og’ gaf sér góðan tíma til að miðla okkur af auðlegð anda síns. Og betri jarðveg en okkur, hefðu gömlu, margtugðu skrítlumar hans varla getað fundið. Fröken Syversen var komin upp á lag með að gera sér upp prýðileg- ustu hláturhviður, og ég var .heldur ekki sem verst. Ég var að leita að umslagi í neðstu hill- unni þegar hann kom inn, og vissi ekki fyr til en hann dangl- aði í mig með stafnum. Sage- dahl hló svo hann hristist allur. „Þér leitið og leitið“, sagði hann. „Hafið þér heyrt söguna af kon- unni, sem leit á hverju kvöldi í sautján ár undir rúmið sitt, af ótta við, að þjófar eða morðingj- ar k.vnnu að felast þar? Svo eftir sautján ár, rakst hún reyndar á mann liggjandi undir rúminu. 28 Hvað haldið þér að konan hafi sagt? „Loksins!“ sagði hún“. Seinna um daginn kom hann fram til okkar og lagði hrúgu af smápeningum á borðið hjá mér. „Skreppið þér niður í Cigarillo eftir tveim pökkum af „Bláu Níl“. Ég fann að ég roðnaði. Það var auðvitað engin minkun að vera í sendiferðum, en svona skipunartónn var óþolandi. Fröken Syversen vai’ð óð og uppvæg, og fanst hann sýna stöðu okkar lítilsvirðingu. „Ég hefði ekki farið spor“, sagði hún regingslega, þegar húsbóndinn var búinn að loka á eftir sér. „Hugsa sér, að fínn maður skuli leyfa sér annað eins og þetta! Hartvig hefði aldrei komið slíkt til hugar. Á yðar aldri er maður annars alt of stimamjúkur. En það fer af með tímanum, trúið þér mér. Svona elskulegheit er eins og hver annar sjúkdómur, sem eldist af manni. Þér skuluð annars líta á dráttarlistann um leið. „Dagblaðið“ hlýtur að vera komið. Ég finn það á mér, að við vinnum núna. Ég er strax farin að hlakka til að fá mér nýja kápu. Berið Hennansen kveðju mína“. Hermansen var eigandi tóbaks- verslunarinnar Cigarillo og einn í „vinahóp“ fröken Sigversen. Hann gekk á eftir henni með grasið í skónum, að því er hún sjálf sagði, og yrði hún fyrir einhverju and- streymi, var hún altaf með bolla-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.