Samtíðin - 01.08.1934, Blaðsíða 31

Samtíðin - 01.08.1934, Blaðsíða 31
S AMTÍÐIN leggingar um að taka honum. Hermansen var langt frá því að vera glæsilegur, en einkar alúð- legur í viðmóti. „Dráttarlistinn ?“ spurði hann áður en ég hafði sagt eitt orð. „Gjörið svo vel, hér er „Dagblaðið“. Ég hafði aldrei verið jafn eft- irvæntingarfull og nú og hend- urnar á mér skulfu þegar ég tók við blaðinu. Mér fanst næstum því um lífið að tefla. „Jæja, hvernig gekk“? spurði Hermansen þegar ég lagði blað- ið frá mér. „Má ég óska til ham- ingju með vinninginn? Ekki það. Ojæja, æska og auður. — Það væri að hafa gæfuna bæði í bak og fyrir. Var það „Bláa Níl“? Gjör- ið þér svo vel. Vonandi verðið þér heppnari næst“. Fröken Syversen mætti mér í dyrunum. „Unnum við?“ „Ekki baun“. „Sagði ég ekki“! nöldraði hún og reyndi að dylja vonbrigðin. „Það er annars undarlegt hvern- ig ég hef hugboð um alla skapaða hluti“. Iiún leit hugsandi fram fyrir sig. „Það væri líklega skyn- samlegast að taka Hermansen“. „Efalaust“, sagði ég. Sagedahl beið óþolinmóður eft- ir sígarettunum. Þar að auki lá honum annað á hjarta. Hann hafði unnið þúsund krónur í happdrætt. inu og langaði til að gleðja kon- una sína með fáeinum rósum. „Reynið þér að hlæja“, sagði fröken Syversen um leið og ég fór út. „Annars grefur gremjan um sig og það er hættulegt. Hlát- urinn er einskonar andleg loft- ræsting, skal ég segja yður. Þér rnegið gjarnan hlæja að mér, ef þér viljið“. Þetta göfugmannlega tilboð gat ég ekki staðist, og fröken Syver- sen fanst hún víst hafa frelsað mig frá glötun. Þegar ég skömmu síðar gekk framhjá veitingahúsinu niðri á götuhorninu, var barið ákaft í einn gluggann á annari hæð. Það var Mona og að baki henni stór hópur af ungum frúm, sem voru að reyna að drepa tímann. Mona pataði með höndum og fótum. Lítill, lifrauður hattur hékk niður yfir vinstra augað eins og fælnisspeldi á hesti, svo að ekki sást nema annað augað, en það logaði af ákafa. Ég reyndi með margskonar látbragði að sýna henni, að ég væri tímabund- in, en' Mona var ekki vön að taka mótmæli til greina. í staðinn fyr- ir að koma niður, hjálpuðust þær allar að því að ná opnum glugg- anura, og Mona skipaði mér með harðri hendi að koma upp til þeirra. Ég réð því af að skreppa upp og vita hvað væri á seiði. Ég taldi víst, að einhver snurða hefði hlaupið á hjónabandsþráð- inn, því að þessa þrjá mánuði, sem Mona var búin að vera gift, hafði ég verið stöðugur sátta- 29

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.