Samtíðin - 01.09.1934, Blaðsíða 5

Samtíðin - 01.09.1934, Blaðsíða 5
SAMTÍÐIN ist á þeim árum, sem fyrir n.argra hluta sakir eru einkenni- legust á seinni öldum. Þessi þriðj- ungur aldarinnar, sem liðinn er, fellur saman við framfarasögu ís- lands, og síðasti hluti þessa tíma- bils hefir verið með þeim hætti. að enginn maður hefði haft ímynd- unarafl til þess að segja fyrir um höfuð atburði þess í Norður- og Vesturálfum. Þegar vér því töl- um í dag um, að dj úpir íslands ál- ar séu að hverfa, þá er sem vér séum að tengjast við alt önnur meginlönd heldur en hefði mátt virðast, ef þetta hefði gjörst ura síðustu aldamót. Fyrir því má færa mikil rök, að aldrei hafi b j a r t s ý n n i menn uppi verið heldur en menta- menn Evrópu og Ameríku um og eftir árið 1900. Ilið fræga tíma- bil, sem kent er við Viktoríu drotningu á Englandi, einkendist ekki af neinum hugsunum eins niikið og af hinni virðulegu, kyr- látu bjartsýni. Bókmentir og list- b', stjórnmál og athafnalíf, alt bar með sér þessa sannfæringu, að nú væru menn að komast inn á réttar leiðir með líf sitt. Veruleg- Ur þjóðmálaórói var hvergi, nema belst á Rússlandi, og voru sagn- b'nar um níhilistana mönnum meira tilefni til þess að semja °S lesa um þá spennandi skáldsög- ur, heldur en að þeim virtist þeim eiginlega koma þetta brölt þeirra við. Um þetta leyti er búið að skifta hnettinum nokkurnveginn upp á milli stórveldanna, og þótt sum þeirra, er of seint höfðu kom- ið í leikinn, væru ekki ánægð með sinn skerf, þá datt engum í hug, að á þessu mundi verða veruleg breyting. Blakkir menn, brúnir, rauðir og að sumu leyti gulir voru komnir undir hin hollu bræðra- og forsjónaráhrif hvítra manna og þar máttu þeir vel una. Um sjálí lönd hvítu höfuðþjóð- anna var það að segja, að því var alment trúað, að þótt auð- sýnilegir væru ýmsir vankantar á menningunni, þá væri engin á- stæða til þess að efast um, að þeir vankantar yrðu lagfærðir, réttsýni færi vaxandi og þess yrði skamt að bíða, að vellíðan manna yrði svo mikil, að allir mættu vel við una. Einn ágætur rithöfundur frá þessum tíma rit- ar um það, að hann væri forsjón- inni fyrir ekkert þakklátari held- ur en að hafa fengið að vera uppi á þessum tímum, sem þá voru að líða, en bætti því við, að ef nokkuð skorti á gleði sína, þá væri það helst sú meðvitund, að hann skuli ekki fá að vera ungur maður t. d. árin 1920— 30, þegar enn sýnilegri væri orðinn árangurinn af hinni ungu, dýrðlegu menningu. Djúpir íslands álar voru að byrja að grynnast einmitt á þeim tímum, er þessar hugsanir voru efst á baugi með hinum meiri háttar þjóðum. En nú er það bersýnilegt, að þótt vér kunnum o

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.