Samtíðin - 01.09.1934, Blaðsíða 19

Samtíðin - 01.09.1934, Blaðsíða 19
S AMTÍÐIN — Sú hlið hefir ekki verið rædd hér, vegna þess að tilgangur greinarinnar var sá, að ræða þá hlið á þessu máli, er snéri að í- þróttamönnum sem keppendum. — Jafnframt hefir verið sýnt fram á, að þessi sterka driffjöð- ur vinnur því að eins, að tak- markinu, að þeim undirbúnings- skilyrðum sé fullnægt, sem í- þróttakappleikar krefjast. Ef þeim skilyrðum er ekki fullnægt, vinnur þessi orkulind gagnistætt tilgangi sínum og vinnur einstakl- ingnurn og íþróttunum í heild sinni hin herfilegustu spellvirki. I þessari grein er ekki rúm til að ræða verklegan undirbúning íþróttamannsins undir kappleik, — enda ekki tilgangurinn með greininni, — það heyrir undir í- þróttakennarann. En að endingu vil ég taka fram nokkur atriði um viðhorf íþróttamannsins og siðferðislega afstöðu hans gagn- vart íþrótt sinni; atriði sem eiga við altaf og alstaðar og hverjum iþróttamanni er holt að hugfesta og breyta eftir. Byrjið ekki að æfa undir kapp- leika, fyr en nokkuð er liðið á kynþroskaárin — 15—16 ára er nógu snemt. Fram að þeim tíma á að iðka alhliða, uppbyggjandi leikfimi og íþróttir, án mikillar áreynslu. Takið æfinguna alvarlega og kerfisbundið og kappleikinn kvíðalaust og með horskum huga. Látið þjálfunarreglumar ekki fjötra ykkur um of, hvorki and- lega né líkamlega. Minnist þess, að æfingin á að auka ykkur þrek og um leið að veita ykkur á- nægju, en ekki að verða ykkur óljúf skylda. Ef þér finnið, að eldur áhugans, sem brann svo bjart í fyrstu, er tekinn að dvína, þá hvílið ykkur um stund, því að líkindum hefir æfingin þá verið of erfið. En takið þessa hvíld sem hluta af æfingunni, sem óhjákvæmilegan milliþátt — umfram alt ergið ykkur. ekki yfir þessu, því það dregur úr hinum góðu áhrifum, sem hvíldin veitir. Jafnvel það, að „slá sér dálítið út“, sem kallað er, getur haft hin bestu áhrif, því það „leysir“ hug- ann, ef æfihgareglurnar hafa fjötrað hann um of. Minnist þess ætíð, að hvíldin er hluti af í- þróttalegum undirbúningi hvers íþróttamanns, en ekki einskisverð tímaeyðsla. Hagið henni því þannig, að hún komi að sem fylstum notum. 8—9 kl.tíma svefn á hverri nóttu í hreinu og loftgóðu herbergi er besta hvíldin. Nudd og elting á vöðvum er á- gæt og hefir verið kölluð „sam- þjöppuð hvíld“. Hún hjálpar líkamanum til að losa sig við þreytuefnin og eykur þjálfþol hans. En eftir því sem íþrótta- maðurinn þolir meiri æfingu sér að skaðlausu, eykst afreksgeta hans að sama skapi. Leggið stund á fagran limaburð og feg- urð og mýkt í hreyfingum. 17

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.