Samtíðin - 01.09.1934, Blaðsíða 23

Samtíðin - 01.09.1934, Blaðsíða 23
S AMTÍÐIN ÞRÁTT FYRIR KREPPUNA EFTIR SIGRID BOO AXEL GUÐMUNDSSON (SLENSKAÐI Ég sneri mér við til hálfs og fanst kuldastroka næða um mig alla. Bak við mig sat roskin, dökkklædd kona, tíguleg eins og ekkjudrotning, og það leyndi sár ekki á svipnum, að hún þóttist standa þarna augliti til auglitis við hina margumtöluðu, syndum spiltu ungu kynslóð. Hún minti mig á eitthvað, en ég gat ekki í svipin áttað mig á, hvað það var. Hinar langaði í meira, og ýttu undir mig alt hvað þær gátu. Ég vildi ekki láta þær verða fyrir vonbrigðum — talaði bara dálít- ið lægra. Alt í einu studdi Mona fingr- inum á ennið til merkis um það, að henni hefði dottið eitthvert snjallræði í hug. „Viltu komast í kynni við vellauðugan, ógiftan mann“? spurði hún og komst öll á loft af ákafanum. „Komdu með hann“, sagði ég. „Hvar hefirðu hann? í pilsvasan- um“? Mona leit ásakandi á mig því auganu sem óhulið var. „Mér er blá-alvara. Hann kemur með 6,20 lestinni á morgun, og þú gerðir mér mikinn greiða ef þú færir fyrir mig og tækir á móti hon- um. Hann er frændi minn — Pett- er Bjöm — Þú veist. Hann á stór- an búgarð og gull og græna skóga, svo að ef þú ætlar að líftryggja þig með hjónabandi, þá ættirðu að líta á hann. Þú kannast við Petter frænda, yngsta bróður pabba“? Ég sagði eins og satt var, að ég hefði heyrt hans getið, en mér þætti grunsamlega lítið veður hafa verið gert út af honum, þeg- ar hann kom í heimsókn til ætt- ingjanna. Mona lét sem hún heyrði ekki skensið og sagði, að það væri af eintómri hugulsemi við frænda sinn. Ungu stúlkurnar hefðu al- veg gert út af við hann, eins taumlausar og þær væru nú orðn- ar, og Mona lést vera sárlega hneyksluð. En með svona hatt og svona ennistopp og svona auga- brýr þýddi það lítið fyrir hana. „Þú getur ekki vilst á honum“, sagði hún sannfærandi. „Þú þarft ekki annað en að fara til lengsta mannsins, sem þú sérð, og spyrja hann hvort hann heiti Petter Björn. Það skiftir engu hvernig þú titlar hann. Þeír, sem ætla að fá lánaða hjá honum peninga, á- varpa hann með ýmsum virðing- arnöfnum, en nú þykir fínt að vera kallaður bóndi“. Ég spurði, hvort það liti ekki betur út, að ég færi með henni heldur en að ég færi ein. 21

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.