Samtíðin - 01.09.1934, Blaðsíða 24

Samtíðin - 01.09.1934, Blaðsíða 24
SAMTÍÐIN Mona leit undrandi á mig. „Hvaða hjálp heldur þú að mér sé í því“ ? Hinar hlóu. „Við héldum að það væri Lísa, sem ætti að græða á þessu, en ekki þú“. „Það verður gagnkvæmur á- vinningur", sagði Mona, hreykin yfir því, hve vel hún komst að orði. „Petter frændi skrifaði mér og bað mig að taka á móti sér á stöðinni, en við Ámi vorum fyr- ir löngu búin að ákveða, að fara þennan dag til Nordmarka með kunningjum okkar — og það væri skammarlegt að svíkja þau á síðustu stundu. Ég er búin að hringja og hringja, en allir eru uppteknir, svo að þú gerðir mér ómetanlegan greiða með þessu, Lísa. Einhver verður að taka á móti honum, því að hann þekkir sama og ekkert til hér í bænum og þar að auki er hann nærsýnn. Hann kemur til þess að finna augnlækni. Þú berð honum bara kveðju mína, segir lionum alt eins og er og að mér þyki þetta voðalega leiðinlegt. 0, þú verður ekki í vandræðum. Jæja Lísa, ég treysti því að þú-------“ Hér stansaði hún af þeirri ein- földu ástæðu, að hún þurfti að draga andann. Ég þakkaði fyrir gott boð, en kvaðst af ýmsum ástæðum ekki geta sint því. Það urðu Monu mikil vonbrigði. Hún sá altaf bet- ur og betur hvert snjallræði þetta var, og elti mig niður allan stiga með bænum og íortölum. Um leið og ég gekk út, leit ég um öxl, til þess að sjá, hvon dökkklædda konan væri enn jafn hreld á svipinn. En nú snéri hún sér undan og ég sá aðeins tignar- legan bakhlutann. IV. Mona lét sig ekki. En ég gafst upp eftir tíundu símahringing-una, þegar Mona sagði með píslarvættishreim í röddinni, að nú væri fólkið ferð- búið. — Láttu Petter frænda þinn sigla sinn eigin sjó, sagði ég kæruleysislega, eins og títt er um þá, sem óviðkomandi eru. — Ertu með öllum mjalla? Við höfum fengið lánaða hjá honum peninga. Til öryggis gaf hún mér þá lýsingu af honum, að hann væri bláeygur og ljóshærður með vörtu bak við hægra eyrað. — Og nú verðurðu að standa þig! var það seinasta, sem Mona sagði í símann, og mér virtist hún byrgja niðri í sér hláturinn. — Það er öllu óhætt, sagði ég. — Við höfum oft rætt um bú- skap yfir borðum, svo að hann kemur ekki að tómum kofunum hjá mér. Það rigndi seinni partinn. En þau dauðans vandræði, að 22

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.