Samtíðin - 01.09.1934, Blaðsíða 26

Samtíðin - 01.09.1934, Blaðsíða 26
SAMTIÐIN lega skinnhúfu og ullartrefil, og þóttist auðsjáanlega ekki síður til fara en hver annar. — Afsakið, heitið þér Björn? spurði ég hunangssætt. — Ha? — Heitið þér Björn? — Nei, ég hvorki heiti né er Bjöm. Hann litaðist um, til þess að gá að, hvort menn hefðu tekið eftir fyndninni. Sá næsti var kurteisari. — Heitið þér Björn? — Nei, en ég vildi óska, að svo væri. Fólksfjöldinn var farinn að di'eifast, þegar ungan mann bar þar að, sem var ljóshærður og höfði hærri en allir aðrir. Hann skálmaði stórum og horfði ljós- bláum augum fram undan sér. Þetta er hann! hugsaði ég og setti mig í stellingar. En svo kom efinn. Ég hafði ekki hugsað mér hann svona ungan. Hann var mjög snyrtilega til fara, karl- mannlegur og með festulega drætti um munninn. Aftur á móti var ha.an alls ekki ríkmannlegur. Grái flókahatturinn hafði auð- sjáanlega fengið að kenna á mörgu misjöfnu, og það, hvernig regnfrakkinn lagaði sig eftir vextinum, benti á langau og ná inn kunningsskap. í sama bili og hann fór fram- hjá, kom heljarmikil gusa af reyki og sóti upp úr eimvagnin- um. Einhver skollinr. sáldraðist í augun á mér og hindraði áhlaup- 24 ið. Ég deplaði augunum í ákafa til þess að fá óhreinindin í burtu. Nokkrar sekúndur liðu áður en það rann upp fyrir mér, hvers vegna ókunni maðurinn hafði dregið annað augað í pung, um leið og hann fór framhjá, og litið á mig með meinhægð og fyrir- litningu í senn. Karlmönnum kom sjálfsagt ekki til hugar, að stúlk- urnar depluðu augunum nokkurn tíma í heiðarlegum tilgangi. Það fauk svo í mig, að ég snaraðist á eftir honum og stöðvaði hann eins og lögregluþjónn. — Afsakið, heitið þér Björn? Hann játaði því hikandi. Við svar hans kom fát á mig, og ég gleymdi alveg því, sem ég hafði ætlað að segja. Ég flýtti mér því bara að gefa honum skýringu á framkomu minni. — Ég átti að bera yður kveðju frá frænku yðar. Henni þótti ákaflega leiðinlegt að geta ekki tekið á móti yður sjálf, en — Hann horfði tortryggnislega á mig. Líklega var hann ekki enn sannfærður um umhyggju Monu, svo að ég hélt áfram. — Já, hún var ekki mönnum sinnandi yfir því að geta ekki komið sjálf, og bað mig að bera yður kveðju sína og — Mér leið illa þarna sem ég stóð og fór með hver ósannindin öðr- um verri. Ég hafði hugsað mér Petter Björn sem góðlyndan, vandræðalegan piparsvein, er mundi verða feginn að fá hjálp

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.