Samtíðin - 01.09.1934, Blaðsíða 27

Samtíðin - 01.09.1934, Blaðsíða 27
S AMTÍÐIN um g-öturnar, og svo var hann karlmannlegur, ungur maður, sem átti það til að horfa rannsakandi augum á mann. — Því miður gat enginn ann- ar af frændfólki yðar komið. — Enginn annar af frændfólki mínu? — Nei, ég bjóst sannar- lega ekki við því. Það var auðsæilega ekki sem best samkomulag á milli ætting.j- anna. Allt í einu vék tortryggnissvi]'- urinn af andliti hans fyrir glað- legu brosi, sem fór honum mæta- vel. — Það var ákaflega hugulsamt af frændfólki mínu að láta taka á móti mér. Vonandi hafið þér þó ekki ómakað yður hingað að- eins mín vegna, ungfrú, hm — Eg endurtók nafn mitt og taut- aði eitthvað í þá átt, að ég hefði þurft á stöðina hvort sem var. Ilann leit hæðnislega á mig- Grunaði hann eitthvað? Ég leit á hann einstaklega kæruleysis- lega. Og hafi eitthvað skort á, að það væri vel heppnað, var það eingöngu sótinu að kenna, sem enn sat í augunum á mét. — Heyrið þér, ungfrú Mörk, sagði hann glaðlega, — fyrst að forsjónin, í líki — hér — frænku minnar, hefir sent yður hingað, hlýtur einhver æðri tilgangur að liggja á bakvið það, og ég sting upp á að — Ég tók fram í fyrir honum. Til- gangurinn var ekkert annað en það, að ég gæti leiðbeint yður um bæinn, af því að þér eruð ókunn- ugur hér. Bláu augun hans urðu næstum hvít af undrun. — Já, eruð þér það ekki ? spurði ég. — Það sagði Mona mér. Hún hefir ætlað að leika á annað hvort okkar. Ég held að hann hafi glápt á mig í fimm mínútur án þess að segja eitt einasta orð. Svo hissa varð hann á því, að nokkur skvldi ætla að leika á hann. Allt í einu fór hann að hlæja eins og vit- firringur. — Ja, varla getur það verið ég! Ég gekk inn á, að það mundi nð öllum líkindum vera ég. — Hvað sagði hún yður að gera? spurði hann með áköfum forvitnissvip. — Ég átti að sjá um yður! Gæta yðar fyrir bílunum og sporvögmmum! Nú fórum við bæði að hlæja. Ég reyndi ekki lengur að vera alvarleg. — Þetta er afbragð! Hreinasta afbragð! sagði hann. — En þér lítið ekki út fyrir að þarfnast barnfóstru. — Þá verðið þér mér bara til skemtunar. Maður hittir ekki á hverjum degi unga stúlku, sem hefir glampa í augum. Svo þetta átti Pet.ter Björn til! Stóð hann ekki þarna og sló gull- hamra eins og þaulvanui- sam- kvæmisgæðingur. En ég kæri mig ekki um gullharma, þeir setja 25

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.