Samtíðin - 01.10.1934, Blaðsíða 5

Samtíðin - 01.10.1934, Blaðsíða 5
SAMTÍÐIN börn em þar innan um, og ung- lingar úr gagnfræða. og menta- skóla, sem ættu að vera í rúm- inu sínu. Landsmenn eru yfirleitt ekki morgunmenn, og getur verið, að til þess lig-gi nokkur rök. Okkar land er þannig á hnöttinn sett, að vor- og sumarkveldin eru björt og því lítil hvöt til þess að fara í hiittinn, ef tíðin er góð. Fótaferðin verður þá eftir því. Um dimma árstímann eru morgn- amir hinsvegar svo skuggalegir, að margir freistast til að lúra nokkuð lengi. Ég held að náttúr- an geri menn mörgunsvæfa hér á landi. Það væri gott, ef íslend- ingar færu fyr á fætur, en vend- ust á að hvíla sig um miðjan daginn. Hvíld og svefn í nokkr- ar mínútur að deginum, jafngild- ir miklu lengri svefntíma að nóttu til. Það eru svo margir sem end- ast illa. Mér er nær að halda, að það sé oft vegna þess, að margir námsmenn og mentamenn hafi ekki lag eða hugsun á að hvíla sig. Margir foreldrar eru ergilegir yfir því, að skólakennsla hefjist kl. 8 að mörgni, og' telja bömum og unglingum jafnvel misboðið n\eð því. Það væri óneitanlega kærkomin linkend af skólunum að byrja ekki fyr en kl. 9, í svart- asta skammdeginu. Annars er að- alatriðið vitanlega, að húsbænd- ur og húsmæður hafi hugsun á því, að námsfólkið komist nógu snemma í rúmið. Þá er því vor- kunarlaust að fara snemma á fætur. Hjá fjölda foreldra er réttmæt óánægja yfir því, að dansskemt- anir í skólunum byrja ekki fyr en undir háttatíma, en standa fram á nótt. Þetta er auðvitað ó- forsvaranlegt, þegar litið er á, að fjöldi nemenda í gagnfræða- og mentaskólum eru böm á 12— 14 ára aldri. Það er ekki furða, þó hugmyndir skólafólksins um svefntíma séu fjarri lagi, þegar skólastjórarnir láta þetta við- gangast. Þeir munu svara því til, að nemendurnir flytji sig út í bæ með næturskemtanimar, ef til- raun sé gerð til að flytja tímann til. En þetta eru ekki gild svör. Skólastjóramir verða að finna einhver ráð, og bjóða þá fríðindi á móti, ef þörf þykir. Núverandi ástand er óboðlegt. Sjón og heym. Það eru mörg aæmi þess, að nemendur þykja tossar, vegna þess eins, að heyrn eða sjón er áfátt, án þess að um það sé vitað. Menn mega ekki halda, að skólanemendur hafi ætíð skilning eða einurð á að segja til um ófullkomna heym. Það þarf ekki sérfræðing til að komast að raun um heyrnardeyfu eða sjón- depru. Hver skólalæknir getur prófað heymina með hvísli, og sjónina með þar til gerðum let- urtöflum. Ég efast um, að þessu sé nóg sint í skólum yfirleitt. En vitanlega ber mestu nauðsyn i, 8

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.