Samtíðin - 01.10.1934, Blaðsíða 7

Samtíðin - 01.10.1934, Blaðsíða 7
SAMTÍÐIN EVRÓPA 1934 Þó 20 ár séu liðin, síðan sá mesti ófriður, sem menn hekkja, brautst út, er stjórnmálaástandið í Evrópu ennþá háð afleiðingum þessa ófriðar og þeim friðar- samningum, sem stríðinu lauk með. Þetta er ofur eðlilegt. Þrír valdaflokkar og þrjár stefnur hafa skapast, sem afleið- ing samninganna frá 1919—20, og þetta hefir sundrað Evrópu. Evrópuríkjunum má skifta í eft- irfarandi flokka: Þau, sem hafa haft gagn af friðarsamningun- um, og í vissum tilfellum of mik- ið, þau, sern töpuðu og mist hafa mikið af löndum, og eru að sjálfsögðu á móti friðarsamn- ingunum, og loks þau, sem eru meðal sigurvegaranna, en álíta þó að endurskipulagning á Evrópu, frá því sem skipaðist 1919, sé nauðsynleg. Sigurvegararnir, sem vilja vernda friðarsamningana, halda því fram að Versalasamning- arnir séu meistaraverk, og vei þeim, sem vilja breyta þeim. Kjörorð þessa flokks er: Höld- um fast við friðarsamningana. Sigruðu þjóðirnar halda því fram, að friðarsamningarnir séu orsökin til hinnar fj árhagslegu og siðferðilegu óreiðu, sem nú or ríkjandi í heiminum. Heróp þessa flokks er: Endux-skoðun. Eftir BENITO MUSSOLINI Lausnin að áliti þriðja flokks- ins er: Endui’skoðun samning- anna til þess að koma á meira x-éttlæti og fyrirbyggja að nýr ófi’iður blossi upp. Því ef nýr ó- friður, á boi’ð við þann síðasta, verður hér í álfunni, er Evi’ópisk menning í voða. Fremst í flokki þeirra þjóða, sem vilja viðhalda Versalasamn- ingunum eru Frakkar. í fei’ð sinni urn Dónárlöndin hefir Bart- hou utanríkisráðherra Fi’akka undirstrikað þetta. Þýðingarmésta ríkið hinna óá- nægðu er Þýskaland. Þriðja flokknum tilheyi’a fyrst og fremst England og Ítalía, sem af landfræðilegum og sögulegum á- stæðum hljóta að hafa það hlut- verk, að vai’ðveita jafnvægið á meginlandinu. Það er þó ekki ástæða til að gera ráð fyrii’, að ríkin skiftist stöðugt í þessa þrjá flokka, sem hér ræðir um. Frakkland kallar sig vemdara fi’iðai’samninganna, en í i-aun og veru getur Fraklv- land aðeins tafið að endurskoðun friðarsamninganna fari fram. Það væri fróðlegt að athuga h've mörg ákvæði það eru í frið- arsamningunum, sem hefir verið 5

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.