Samtíðin - 01.10.1934, Blaðsíða 8

Samtíðin - 01.10.1934, Blaðsíða 8
S AMTÍÐIN fylgt, og hve mörgum á hinn bóginn hefir ekki verið fram- fylgt. Franska stjórnin hlýtur fyr eða síðar að sannfærast um, að friðarsanmingarnir eru háðir lögmáli breytinganna, eins og ann. að, og það skynsamlegasta til þess að vernda samningana frá því að fara alveg út um þúfur, er að láta þá breytast smátt og smátt eftir kröfum tímans. Þær þjóðir, sem óánægðar eru með friðarsamningana, eru ekki sammála um leiðirnar út úr vandræðunum. Þar til Nazistar komust til valda í Þýskalandi var helsta áhugamál Þjóðverja, að fá Danzigdeiluna leysta. Nú er deila þessi, með samkomulagi milli Þýskalands og Póllands, lögð á hilluna um næstu 10 ár. Á vesturvígstöðvunum hafa einnig orðið breytingar. Hitler hefir afsalað sér Alsace-Lorra- ine, og þjóðaratkvæði á að skera úr um til hverra Saarhéraðið eigi að heyra. Atkvæðagreiðslan fer fram í janúar í vetur. Málefni Austurríkis eru fyrst og fremst sérmál Austurríkis, en þar næst eru þau málefni allrar Evrópu. — Austurríki er sjélfstætt og á að vera það. Tilraunir þýskra stjórnmála- mánna til þess að ná áhrifum í Austurlöndum, eru búnar að vera og gleymast. Ritum Hugenbergs hefir verið afneitað, og þar að auki er Rússland altaf að verða öflugra og öflugra herveldi, sem 6 ekki er gott að komast í tæri við. Það ríki, sem nfesta ástæðu hefir til þess að kvarta og krefj- ast endurskoðunar, er Ungverja- land, og Ítalía hefir, fyrir hönd Ungverjalands, krafist réttlæt- ingar. Krafa ítalíu er, auk þess að vera bygð á þj óðernistilfinn- ingu, borin fram af réttlætis. og friðarþrá. Þríveldasamningurinn hefir eyðilagt Ungverjaland og það getur aldrei viðurkent slíkan samning. Mín skoðun er, að það verði aldrei friður í Dónárlönd- unum, meðan núverandi ástand ríkir. Aðeins stutt vopnahlé. Erfiðasta viðfangsefnið í stjórnmálunum í Evrópu er því eins og nú standa sakir: að finna miðlunarleið á milli þeirra, sem vilja halda friðarsamningunum ó- breyttum og þeirra, sem vilja fá þeim breytt. Síðan árið 1918 hef- ir þetta verið erfiðasta viðfangs- efnið í evrópiskum stjórnmálum, og friðarsamningarnir munu alt- af verða í vegi fyrir góðu sam- komulagi í Evrópu þar til þeim er breytt. Hróp sigui’vegaranna nægja ekki til þess að kæfa nið- ur andmæli þeirra sigruðu. Það er samskonar jafnvægis- pólitík, sem fylgt hefir verið í þessum málum, bæði í Róm og London. En það er erfitt að koma nokkru jafnvægi á þar sem við margskonar gagnstæða hags- muni er að etja og allmikils bit- urleika verður vart meðal and- stæðinganna. En það eina sem

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.