Samtíðin - 01.10.1934, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.10.1934, Blaðsíða 14
S AMTIÐIN um hvernig útkoman hefði orðiö í Kringlumýrinni hérna um árið, ef ég hefði ekki verið l>ar verk- stjóri. — Náttúrlega er ríkisnýt- ing og þjóðrekstur það sem við eigum að stefna að. En svona fyrirtæki verður að s t o f n a af mönnum, sem hafa eitthvert vit á hlutunum. Það má líka selja rík- inu námuna seinna, þegar alt er komið í gang og hún er farin að gefa háan arð. En sjáðu nú til, Doddi. Það getur ekki verið nauðsynlegt, að ég skrifi þetta í nótt. Þú safnar ekki saman 100 þúsund krónum í 10 króna hlutum fyrir morgun- daginn, hvort sem er. Tiu króna hlutum! Það verður nú einhversstaðar meira lagt fram en 10 krónur. Ætli ég verði ekki að sletta í þetta 10 þúsund- um. Jú, ég býst við því. Nú, svo að skilja. Þig munar þá ekki mikið um að borga þessa næturvinnu ríflega. Þú lætur mig nú hafa 50 krónur strax, og aðr- ar 50 í fyrramálið. Þá reyni ég að koma þessu saman. Já, mikil ósköp. Ekki getui- maður horft í það lítilræði. Ég var nú satt að segja að hugsa um 200 krónur. Eigum við ekki að segja það? 200 krónur, út- borgaðar þegar félagið er stofn- að. Ég- get meira að segja geng- ið inn á að borga þær í hlutabréf- um, afsláttarlaust. Vel er það boðið. En mér kæmi samt minni upphæðin betur, 12 i borguð út strax. Eða — já, þú hefir kannske ekki aurana á þér — eða þá í fyrramálið. Þú sækir uppkastið kl. 9 og lætur mig hafa 100 krónur. Þá erum við kvittir. Mér finst að þú ættir ekki að slá hendinni á móti 200 krónum, og það í verðbréfum í svona fyr- irtæki. En ég kýs nú hitt, og það er þinn hagur. Eitt hundrað krón- ur eru smámunir fyrir mann, sem getur lagt út 10 þúsund ... Lagt út! Hver er að tala um það? Skilurðu það ekki maður, að ég fæ eitthvað fyrir að stofna félagið, leggja á öll ráðin og starta öllu saman. Tíu þúsund er reyndar hlægilega lítil upp- hæð. Einhver hefði nú tekið dýpra í árinni. En það er ekki minn hagur, sem ég ber fyrír bi'jósti. Það er almenningsheill, sem þarfnast hér skjótra fram- kvæmda og öruggrar forustu. Skilurðu það ekki? Jú, ég skil það. En — svo við sleppum nú þessu — þarf ekki eitthvað að geta um framkvæmd- ir í lögunum? Jú, jú, hvað heldurðu. Fram- kvæmdirnar eru auðvitað aðalat- riðið. Það er ekki nóg að ráð- gera. Það þarf líka að fram- kvæma. Já, ætli ekki það! Hvaða framkvæmdaatriði ætti maður að leggja mesta áhersiu J á? Það er nú margt, vertu bless- I aður. Ég er ekki viss um að ég

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.