Samtíðin - 01.10.1934, Blaðsíða 15

Samtíðin - 01.10.1934, Blaðsíða 15
SAMTÍÐIN muni að telja það alt upp, svona í einum hasti. Ég hefi t. d. hugs- að mér að leggja nýjan veg fram á Nesið. Nýjan veg? Er það alveg nauðsynlegt ? Já, það er alveg óumflýjanlegt. Gamli vegurinn gerir ekki meira en klára þá umferð sem nú er. Samgöngumar verða að vera í lagi, ef svona fyrirt æki á að geta gengið, það er hreint og beint lífsskilyrði, já, hvort það er! Þú munt ætla að flytja gullið til Reykjavíkur? Gefur að skilja. Og þaðan til útlanda með Eimskip, taktu eftir því, með Eimskip. Það verðurðu að setja í lögin, blessaður gleymdu því ekki. Ég ætti nú ekki annað eftir en fara að nota önnur skip. Og þetta verður að vera traust- ur vegur? Gettu nærri, gullið sem er eins þungt og blý. — Reglulega traust- ur vegur og malbikaður. Ertu að hugsa um þessa nýju aðferð hans Jóns Gunnarssonar, að nota blágrýti? Ekki er ég nú alveg ráðinn í því. Þú skalt ekki setja það í lögin strax. — Nýju aðferð, seg- irðu. Nokkuð svo ný. Ég man eftir að þeir voru að þrátta um þetta í Ameríku, þegar ég var þar. Þeir héldu því fram._sumir, að grásteinninn væri all right. Og hverskonar bíla ætlarðu að nota? Það kemur nú ekki svo mikið an upp á. Það er um svo marga að ræða, Ford, Stútabeykir, Skrefólétt, Lúxus, Boddí og hvað þeir nú heita allir saman. Ég er nú á því að Lúxus sé sterkastur. En hann er andskoti dýr. — Maður sér nú til. Það verður búbót fyrir verka- mennina þetta fyrirtæki. Þú borgar náttúrlega hátt kaup? Ja-á. Jú, jú, það verður maðui' að gera. En mjög hátt má það samt ekki vera, þá kunna verka- mennirnir sér ekkert hóf. En vit- anlega verður maður ekki undir Dagsbmnartaxta. Ég veit satt að segja ekki, hvort við ættum að setja nokkuð i lögin um það. Ég hefi annars hugsað mér að borga kaupið að hálfu í hlutabréfum. Heldurðu að verkamennimir gangi inn á það? Gangi inn á það! Þó það væri nú. Þetta verður þá um leið eins- konar sparisjóður fyrir verka- lýðinn, — einskonar kúrsus í sparnaði. Ég skal segja þér það, að það er ekki holt fyrir verka- mennina að eyða hverjum eyri um leið og þeir fá útborgað. Og svo þessi helmingur, sem ég borga út, hann borga ég auðvit- að í gullú gáðu að því. Ætli það sé ekki einhver munur í hverjir borgað er. Og svo er heldur eklti vit í því, að ganga inn á allar kröfur verkamannanna, hvað vit- 13

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.