Samtíðin - 01.10.1934, Blaðsíða 18

Samtíðin - 01.10.1934, Blaðsíða 18
S/aMTÍÐIN Föla, fálega V e n u s ! Ferð þú að roðna og kjökra, flýrð þú ferlíkið loðna felmtruð, svo óp þitt hvín?------ Hér á að vera öldulengdin. Achtung! Berlín. Kliðmj úkur konurómur kofann fyllir með söngvum. Ástin mín, ert það þú?-------- Lengi þú hafðir mín leitað, loksins mig fanstu uppi á heiðum, strýkur mér hóglega um hárið hendi. Du bist die Ruh. Dynkir og þramm við dyrnar. Draumljúfum söng í fangið bylstroka hreytist hörð. Gægist í ljósbjarmann loðinn Lappinn Pétur að utan, fær sér við kuldanum kaffi, kjagar að sinni hjörð. Hálfkæft berst hark að utan: IIvalevjarþoi7)ið á ferli. Þúsund hreinfóta þramm. Kröpp eru hirðingjakjörin. Konurnar losa um brjóstin bjálfann og sitja bognar brýnandi hreininn fram. París, af fögnuði full! Flögrandi danslög, sem glitra, hlátur, limir og löngun, liljuhvít brjóst, sem titra, sveipuð í gagnsætt gull! Rekkjubúar sig ræskja, róta af sér þvölum voðum. Enn byrjar eykt! 16 Gneypir á gólfið þeir stíga, gleypa í sig matinn og þegja. Tónarnir glampa og gnesta. Glóðum er feykt! Tiens! Úr algleymingsiðu æpt af blóðrauðum vörum votum af freyðandi víni! Vaggandi, dúnlétt spor-------— Það er sem á öldum berist eins og hljómamir sjálfir líkamans lótusangan ljúf og seiðþung til vor! Hleypt er með harðfylgi yfir höfuðið peysu og stakki. Kerljós er kveikt. Úfin og óþvegin kjagar axlabreið sveit um dyrnar út á sína eykt. Braut skal um auðnir byggja, brjóta kargann til hlýðni við landsins lýð. Líf skal í grjótauðn gróa. Gluggar heimila skína við húmi og hríð----------- Skafstrokan dynur í dymar. Draumblíðir fiðluhljómar, kvenna sólbros og silki sogast í fjúksins dans. Brunnu ekki augu úr bygðum? Bak við heiðar og dali-------— Flokkurinn fönnina kafar. Fýkur í sporin hans. Magnús Ásgeirsson % Þýddi.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.