Samtíðin - 01.10.1934, Blaðsíða 19

Samtíðin - 01.10.1934, Blaðsíða 19
fSLENSK FORNRIT V. LAXDÆLA SAGA Af fyrstu bókinni, sem Forn- ritaútgáfan lét frá sér fara, mátti ráða, að útgáfan í heild yrði mérkisviðburður í sögu bókmenta þjóðarinnar. En af annari bók- inni, Laxdælasögu og þáttum, má ráða, að útgáfa hverrar bókar muni a. m. k. verða nokkur bók- mentaviðburður. Það hefir nú tekist, að færa bæði Egilssögu og Laxdælasögu í þau klæði, sem mundu hæí'a í hverjum viðhafn- arsal menningarþjóðar og eru hó eigi með neinum yfirlætisblæ. Útgáfa þessara sagna er á allan hátt einstaklega fögur, hvemig sem hún er skoðuð. Ytri frágang- ur er ágætur, glöggir formálav um aldur, höfunda og handrit, og skýringar á texta, þar sem þess er þörf. Formáli Einars ól. Sveinssonav er prýðilegt rit. Hann er mjög á- nægjuleg framför frá riti höf. um Njálu. Sérstaklega góður er þátturinn um tímatalið. Þar hef- ir tekist að greiða úr efni, sem áður þótti flókið, á þann hátt, að ekkert virðist flókið lengur. Um leið er varpað ljósi yfir, hvemig tímatalið hefir til orðið í okkar fornu sögum. Stórviðburðimir í sögu okkar og sögu Noregs eru vörður, sem reynt er að fylgja gegnum myrkur löngu liðins tíma. í Laxdælu er tímatalið að- allega miðað við fall ólafs Tryggvasonar og Ólafs helga. Aðrar merkjavörður í Laxdælu og öðrum íslendingasögum eru Upphaf íslands bygðar, setning alþingis, kristnitakan. Einar Ól. Sveinsson er ekki 1 vafa um, að Laxdæla er lélegt sagnfræðirit, en góður skáldskap- ur. Og eflaust er það rétt í höfuð- atriðum. Þess er engin von, að saga, sem hefir fallið um farvegi 17

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.