Samtíðin - 01.10.1934, Blaðsíða 29

Samtíðin - 01.10.1934, Blaðsíða 29
S AMTÍÐIN stendur ekki á sama utn. Við þóttumst heyra, að ókunni mað- urinn færi úr yfirhöfninni. Rétt á eftir lauk Mona upp baðher- bergisdyrunum. Gesturinn fór að þvo sér um hendumar, og á með- an skaust Mona inn til okkar. — Petter frændi! Hún sagði þetta hvíslandi og horfði um leið einkennilega á mig. — Við þurf- um að vekja athygli vísinda- mannanna á þessu einstæða til- felli af klofningu persónuleikans. Hann segist hafa komið seinni- partinn í dag og aldrei hafaheyrt minst á neina ungfrú Mörk. — Mona sveif út aftur. Mér fór ekki að lítast á blik- una, en Arne hló. — Hún er bara að gera að gamni sínu. Þú þekk- ir Monu. Dyrnar opnuðust aftur, og maður, sem ég hafði aldrei séð fyr, kom inn með Monu. Hann var ákaflega magur og svo hár, að hann horfði með angistarsvip upp í loftið, eins og hann óttað- ist, að hann ræki sig upp í. — Gremjan yfir þessum nýtísku— húsum, og öllum gauragangi bæj- arins, var auðlesin í svip hans. Hann rak tærnar í teppið, hras- aði og varð enn ergilegri. 1 sama vetfangi spratt Arne upp af stólnum, þreif hönd hans og hneigði sig og reigði. Og það hefði verið réttast af honum, að minnast ekki á samkvæmisrödd konu sinnar, því að málrómur hans var enn hunangssætari og fleðulegri. — Nei, góðan daginn, komdu sæll. En hvað það var gaman að fá að sjá þig, Petter! Og hvað þú ert hraustlegur! Aldeilis ljóm- andi! Ja, það má nú segja. Mér þykir ákaflega leiðinlegt, að við skyldum ekki geta komið á stöð- ina í gær, en Lísa — hér — ung- frú Mörk — Gesturinn tók þurlega fram 5. — Ég kom ekki til bæjarins fyr en seinnipai'tinn í dag. Arne snéri sér ásakandi að mér. — En þá skil ég ekki, Lísa, hvernig — — Nei, ég ekki heldur, stam- aði ég. — En með hverjum varstu þá, fyrst þú varst ekki með Petter? sagði Mona, brennandi í skinninu af forvitni. — Já, með hverjum var ég? sagði ég vandræðalega, en gerði þó tilraun til að hlæja. Mona varð ísmeygileg á svip- inn. — Urðuð þið miklir mátar? Arne hló. — Þú verður að aug- lýsa í dálkinum: Týnt og fundið. Gestinum stökk ekki bros. Mona reyndi að milda skapið. Fáðu þér sæti, frændi, sagði hún með um- hyggjusvip. — Þú hlýtur að vera þreyttur eftir ferðina. Ég kem undir eins með matinn, og hún flýtti sér fram í eldhúsið. — Bara mjólk og smurt brauð handa mér! kallaði Björn á eftir 27

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.