Samtíðin - 01.10.1934, Blaðsíða 30

Samtíðin - 01.10.1934, Blaðsíða 30
/ SAMTÍÐIN .......... '........... henni. — Ég var sá bjáni, hérna um daginn, að narta í þetta hrá- meti, sem mest er verið að hæla. Alt í einu laut hann að Arne, og sagði honum í hálfum hljóðum frá verkun hrámetisins, og svo mikið heyrði ég, að það var ekki beinlínis lystugt umi-æðuefni. Ég skifti mér ekkert af þeim. í huga mér rúmaðist aðeins ein hugsun: — Hver var ókunni maðurinn, sem kallaði sig Petter Bjöm? Mér fanst réttast, að lofa hjón- unum að njóta frænda síns í næði og kvaddi því og fór. Heima var alt í ró og spekt. Mamma vav sofandi í ruggustólnum með opna bók í kjöltunni. Pabbi gekk um gólf og staðnæmdist með vissu millibili fyrir framan loftvogina, hitamælinn, sem hékk á veggn- um, og þann, sem var utan við gluggann, þessa þrjá hluti, sem voru honum til mestrar dægra- styttingar, að sögu Grikkja og fomaldarsögunni undanskildum. Því fjarlægari sem atburðirnir voru, þeim mun meiri athygli vöktu þeir hjá pabba. Randi og Friðrik sátu í legubekknum og skoðuðu teikningu af tveggja her- bergja íbúð. — Hún er yndisleg! heyrði ég Randi segja. — Og veistu hvað, á sumrin getum við borðað morgunverðinn úti á svöl- unum! Sólveig og Björg voru að blaða í filmhefti. Einar stóð þar hjá og kvaldist af afbrýðissemi, þegar Björgu dvaldist sérstaklega við einhvern leikarann. — Aga- 28 lega er hann Ramon Novarro sætur! sagði Björg með heitri tilfiningu. Einar gerði sér upp hlátur. — Þið gleypið við öllu, sem stendur i þessum bjánalegu filmheftum. Þó að það stæði þar, að filmstjörnuraar væru hreinlíf- ar eins og nunnur, og Dante og Pascal væru eftirlætishöfundar vinnukonanna, þá mundi það ganga í ykkur eins og rjóma- terta. Björg reigði sig þóttalega. — Heldurðu, að við vitum ekki, að þetta er alt gert í auglýsinga- skyni. Við lesum það einmitt til þess að vita, hvað þeir geta gengið langt í vitleysunni. Það dró upp ófriðarbliku í loft- inu. Við Sólveig reyndum að hafa okkur út, áður en þau byrjuðu gamla sálminn. — Þér þykir ekkert vænt um mig lengur. — Þykir mér ekki? — Nei, ekki agnarögn. Framh. Gyllenspett g r e i f i: Það er merkilegt með bróðir minn, hann er búinn að vera giftur í þrjú ár, en hefir ennþá ekkevt barn eignast. S i x t e n a ð a 1 s m a ð u r: Það er kannske arfgengt í ætt yðar að eignast ekki börn. G y 11 e n s p e 11 g r e i f i: Já, mig minnir að ég hafi heyrt að afi minn hafi dáið barnlaus.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.