Samtíðin - 01.11.1934, Blaðsíða 6

Samtíðin - 01.11.1934, Blaðsíða 6
S AMTÍÐIN landaríkjanna, og er það í sjálfu sér eftirtakanlegt upp á undir- stöðurnar undir norrænni sam- vinnu, því að Finnar eru alls ekki af sama kynstofni og Norður- landabúar. Þeir eru af kynstofni þeim, sem kallaður er finsk- úgriskur og er af mongólskum upp- runa, en það eru ekki nema 10 af hundraði þar í landi, sem; eru Svíar að þjóðemi, eða 341 þúsund af 3 miljónum 469 þúsundum. öll sú samvinna, sem er með Norð- urlandaríkjunum nær jafnt til Finna sem annara Norðurlanda- þjóða, og það er full sönnun þess, að hin norræna samvinna byggist alls ekki á þj óðafrændsemi eða málskyldleika. Það sýnir og til fullnustu, að pólitísk samvinna Norðurlandaþjóðanna verður aö byggjast á sameiginlegum hags- munum, en ekki á meira eða minna óglöggri frændsemiskend. Þó að Norðurlandaríkin liggi svo að kalla hvert ofan í öðru, þá er landslag þeirra, viðskiptahags- munir og söguleg og stjómmála- leg þróun harla ólík, og jafnvel að sumu leyti gersamlega and- stæð. Það þurfti því allríkar ástæður til þess að stjómmála- samvinna gæti tekist með þeim. Skömmu fyrir miðja öldina, sem leið, hófst hreyfing, sem kölluð var Norðurlandastefnan — Skan- dinavisminn — og var hún í fyrstu bókmenta- og menningar- stefna, en þegar uppreisnin varð í hertogadæmunum dönsku, Slés- vík og Holsetalandi, 1848—50 tók hún á sig nokkurn pólitískan blæ, og höfðu Danir í bili allmikinn l.ag af. Eftir að bakfiskurinn var bitinn úr Dönum í ófriðnum við Prússa og Austurríkismenn 1864, en í þeim ófriði tóku þátt all- margir sjálfboðaliðar af Norður- löndum, þá lognaðist sú hreyfing út af með öllu, og hafði þó komið Hindgavl höll Norræna félagsins 4

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.