Samtíðin - 01.11.1934, Blaðsíða 9

Samtíðin - 01.11.1934, Blaðsíða 9
minna hver á herðum annarar, óg hver stuðst við og lært af annari. Það var að vísu engin furða, itð menningin væri nokkuð eins um öll Norðúriönd meðan allar þjóðirnar töluðu eitt mál, eða því sem næst, því að þá hef- ir þeim verið með öllu óljóst, eða að minsta kosti ekki fullkomlega ljóst, að alt vár í rauninni ekki ein þjóð. Mismunariris hefir gætt of lítið til þess, og áhrif hafa því faorist auðveldlega milli þjóðanna. Síðar, er leiðir skildu með málun- om, hefði vel getað farið svo, að skilið hefði líka með þjóðunum að fullu um mentun og menningu. Nú er það ekki ætlunin að fara að bera neitt hól upp á það stjöraarfarslega sambarid, sem verið hafði milli Norðurlandaþjóð- nnna; það var óeðlilegt og skað- legt fyrir þær, sem best sést á því, að þeér hafa allar hrist þau bÖhd af sér. En fátt er svo með öllu ilt, að ekki fylgi nokkuð gott, því að af stjóramálasamböndun- úm og stjórnmálaviðskiftunum í fyrri daga, svo ill sem þau voru, bafa stafað þau menningar- tengsl, sem ekki hafa slitnað, þó ánnað háfi breýst' og eru öllum ríkjunum holl og hallkvæm, meðan þau haldast þvingunar- laust. Það er þá ekki nema að vonum, að þjóðiraar vilji styrkja þau bönd og staðfesta, sérstak- lega þegar þau geta re.vnst verða undirstaða undir hugarfari, sem að því er til stjómmálanna kem- ur, að vísu ekki getur breytt því, að hagsmunir ríkjanna séu ólíkir, en hinsvegar getur valdið því, að þau í lengstu lög reyni að útkljá deilumál sín illindalaust, eins og endalok Grænlandsdeilunnar sýna, og er það harla mikils vert. Það er vafalaust, að hver hinna norrænu þjóða býr menningarlega algerlega að sínu, og er alveg sérstæð að því léyti, jafri víst eins og það, að til er greinilég sameiginleg norræn ménning. Hún stafar ekki,' eins og oft ér haldið fram, af því, að þjóðirnar séu svo 1 ikar að lundarfari og geðsmunum, því að það er alt orðum aukið. Það er sanni miklu nær, að þær séu harla ólíkar í lund og að hugsun, hver með sínum greinilega sjálfstæða blæ og jafn vel ósvipaðar mjög um ytri menningu eða svonefnda fág- un. En norræn menning á til- verú sína eingöngu að þakka þéim menningartengslum, sem tekist hafa og.haldist með Norð- urlandaþjóðum öldum saman, og í'ram á þennan dag, í skjóli hinna fornu stjórnmálatengsla. En þá er spurningin, hvort Nörð- urlandabúum alment óg öss ís- lendingum sérstaklega, sé nokkurt gagn að þessum menningartengsl- um og að því að halda þeim við, sérstaldega þegar Adð vegna málsins hljótum þar að miklu levti að vera þiggjandi en ekki veitandi, og hvort það verður ekki til þess, að við verðum ósjálfstæðir 7

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.