Samtíðin - 01.11.1934, Blaðsíða 11

Samtíðin - 01.11.1934, Blaðsíða 11
S AMTÍÐIN gengst fyrir öllum þeim fram- kvæmdum. Það hefir deildir á öllum Norðurlöndum og er upp- runalega stofnað að tilhlutun Svía. Það var stjórnmálasam- vinna ríkjanna á ófriðarárunum, sem varð tilefnið til stofnunar- innar. Menn gerðu sér þá vonir um, að samvinnan yrði meiri og fastari en síðar reyndist hægt, og þótti þá sem rétt væri, að láta samvinnuna ná til sem flestra svæða að mögulegt væri. Hvort hafi legið nokkur stórpólitísk hugsun, svo sem um stjómar- farslega sameiningu ríkjanna, til grundvallar hjá frumkvöðiunum, er ekki gott að segja, en hafi svo verið, þá er hún að minsta kosti alveg úr sögunni nú, því að það hefir reynst svo, að stjórnmála- samvinnan gekk í sjálfa sig og varð svo sem engin, en sú önnúr samvinna, sem Norræna félagið stofnaði til, er orðinn stórmerki- legur liður í sambandi og sam- búð norrænna þjóða. Eftir all- langan undirbúning voru félögin í Danmörku, Noregi og Svíþjóð stofnuð 1919, félagið á Islandi var stofnað 1922 og á Finnlandi 1924. Tilgangur félagsins er að auka samúð milli hinna norrænu þjóða, að auka menningar. og viðskipta- samböndin þeirra á milli og ýta undir gagnkvæma samvinnu. Fé- lögin, segir í lögunum, styðja því þá samvinnu, sem þegar hefir verið tekin upp, og munu eiga frumkvæðið að nýrri samvinnu, þar sem því verður eðlilega við komið. Norræna félagið á allmiklar eignir; það á tvo sjóði mjög stóra, annan kendan við Clara Lachmann, en hinn að upphæð 100,000 krónur norskar, gjöf for- sætisráðherrans norska Mowin- ckel. Ennfremur hefir félagið um- ráð yfir höllinni Hindsgavl hjá Meðalför á Fjóni. Félagið ræður yfir þrem tímaritum: Nordens aarbok — árbók Norðurlanda, Nordisk Kalender — norrænt almanak og yfir hinu nafnkenda sænska tímariti Nordisk Tid- skrift för vetenskap, konst och industri, — norrænt tímarit um vísindi, list og iðnað, og sem kunnast er undir nafninu letter- stedska tímaritið. Auk þess hefir félagið birt ýmisleg rit, meðal annars ritsafn, sem er kallað ís- lensk smárit og prófessor Paasche sér um útgáfu á. Hafa í því safni birst rit eftir Theodóru Thóroddsen, dr. Helga sáluga Jónsson, Sigurð Nordal og Pál Eggert Ólason. Félagið hefir látið flytja aragrúa af fyrirlestrum um mál, bókmentir. þjóðlíf, og viðskipta. og atvinnulíf norrænu þjóðanna, og það hefir látið halda ótal kenslumót á víxl í löndun- um. Það hafa verið haldin alls- konar stúdentamót svo tugum skifta, mörg almenn kennaramót, og hafa allmargir íslenskir kenn- arar tekið þátt í þeim, einnig sérstök kenslumót fyrir kennara í 9

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.