Samtíðin - 01.11.1934, Blaðsíða 12

Samtíðin - 01.11.1934, Blaðsíða 12
sögu og móðurmáli. Auk þess j nafa verið settar nefndir til þess 1 að athuga kenslubækur landanna í sögu, hvort þar sé ekki hallað réttu máli og á einhverjar þjóðr irnar, og hefir árangur orðið mik- ill af því starfi, og sögukenslu- bækur færðar í sanngjarnara horf. Það hafa verið haldin mjög mörg kenslumót fyrir unga versl- unarmenn og mjólkurbúamenn. Það hafa verið haldnar samkom- ur fyrir skólabörn og menta- skólanemendur, og það hefir verið stofnað til ferða um löndin. Það hafa hvert árið eftir annað ver- ið haldnir almennir norrænir fundir hér og hvar á Norður- löndum, og stundum fleiri en einn á ári. Það hefir verið stofnað til gagnkvæmra skólaheimsókna, og fóru íslensk skólaböm til Noregs í fyrra. Það hefir verið staðið fyiúr stúdentaskiftum og há- skólakennaraskiftum, og það hef- ir á vixl verið haldið uppi fastri kenslu í hinum einstöku Norður- landamálum við háskóla land- anna, sumpart eingöngu fyrir fé Norræna félagsins, sumpart með ríkisstyrk. Það hafa verið haldin fjölmörg norræn blaða- mannamót; var eitt þeirra í Osló á þessu sumri, og tóku þrír Islendingar þátt í því. Við þau mót hefir verið lögð sérstök rækt af félagsins hálfu. Um við- skiptalífið hefir verið haldið uppi fyrirlestrum af sérfræðingum og mikilsháttar viðskiptamönnum, 10 og það hefir verið gefin út mikil bók, sem heitir „Atvinnuhandbók Norðurlanda"; fjallar hún um skipulag atvinnumála í Dan- mörku, Noregi, Svíþjóð og á Is- landi. Félögin norrænu hafa og reynt að beina ferðamanna- straumi milli landanna, og reynt að létta undir slíkum ferðum eftir mætti. Ennfremur hafa fé- lögin beitt sér fyrir þeirri sam- vinnu norrænu ríkjanna um laga- setningu, sem þegar hefir verið minst á. Loks halda félögin í stóru löndunum uppi miklum skrifstofum og mannmörgum, hvert í sinni höfuðborg, til þess að annast störfin. Norræna félagið hefir fimrán ára starf að baki sér, og það gegnir furðu hve miklu það hef- ir afkastað, og það þarf ekki að efa, að starf þess komi að tilætl- uðum notum. Félagsdeildin hér á landi tr lítil og lítils megnug, og rnenn hér á landi vita lítið eða helst ekkert um hið merka starf Nor- ræna félagsins. Sá er þetta ritar verður að játa, að hugmyndir íians um það voru til skamras tíma hörmulega litlar. Menn ættu að hugleiða það, hvert gagn við erum búnir að hafa af þessum félagsskap, og hvort okkur beri þess vegna ekki skylda til að styðja hann eftir föngum. Ég nefni íslensku vikuna í Stokk- hólmi í hitt eð fyrra, sem eitt aðalgagnið, auk margs smáiegs.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.