Samtíðin - 01.11.1934, Blaðsíða 15

Samtíðin - 01.11.1934, Blaðsíða 15
S AMTÍÐIN mikill jötunn væri hún til vinnu að engum mennskum manni hafi verið fært að keppa við hana. Ef einhverjir fórnfúsir félagar henn- ar hafi reynt það, þá hafi þeir venjulega veikst af ofþreytu, og iiafi hún svo bætt því ofan á önn- ur verk sín að hjúkra þeim. Og þannig vann hún hvíldarlaust fram á síðustu elliár. Þegar hún var um áttrætt, þurftu ötulustu og þrekmestu samverkamenn hennar ekki að hugsa sér að reyna við hana vinnuþol. Þegar þeir voru uppgefnir orðnir eftir dagsverkið og héldu heim, sat hún áfram við vinnu. Og aldrei gátu þeir hafið starfið svo árla morguna, að hún væri ekki komin að verki á undan þeim. Ekki er því að undra, þótt eftir hana liggi ódæma mikið starf. — En hverskonar starf var það sem hún leysti af höndum og var svo óþreytandi við? Því til svara kemur i hugann indversk munnmælasaga, sem hemir hversu lífæð Tndlands, Oanges-fljótið, hafði til orðið. Ouðinn Shiva steinsvaf uppi á Himalayafjöllum. En meðan hann lá í fasta svefni brendi sólin slétt. una og láglendið, ár eftir ár. Og allur gróður skrælnaði, uppskeru brast og menn og málleysingjar féllu úr hungri og þorsta. Og þjóðin ákallaði guðinn og bað um regn og frjósama tíma. En Shiva heyrði ekki kveinstafi mannanna, því að hann svaf fast og var næsta þreyttur. En konungur landsins bjó uppi í fjöllunum. Hann átti dóttur, sein Ganga hét. Hún hrærðist af bág- indum fólksins og bauð guðunum líf sitt til bjargar þjóðinni. Og jafnskjótt var sem líkami hennar leystist sundur, breyttist og bráðn- aði eins og snjór. Og vatnsmikil elfur með hvítfyssandi flúðum og straumfalli, dansaði niður fjalla- hlíðarnar, vökvaði deyjandi gróð- ur, svalaði þyrstum vörum og frjóvgaði alt og græddi. Þannig varð mærin Ganga „móðir Ganga“, gjafari lífs og gleði, hin heilaga elfur, sem allir Hindúar blessa. — Hin risavöxnu verk Annie Be- sant voru af sama toga spunnin og fómarstarfið, sem sagan segir að Ganga léti þjóð sinni í té. Þuu voru aðeins að miklu leyti unnin á öðru sviði. Kröfum Annie Be- sant var ekki fyrst og fremst beitt til þess að frjóvga akra og vökva sviðinn svörð, heldur til hins, að græða andlegar auðnir og svala mannsálum. En fátt mannlegrn rneina, hvort heldur líkamlegra eða andlegra, fór fram hjá henni, án þess að hún leitaði bjai-gráða og bóta. Þegar guðimir hafa sofið um hríð, vakna þeir jafnan aftur upp í einhverri stórri sál og svara þaðan bænum mannanna. 13

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.