Samtíðin - 01.11.1934, Blaðsíða 17

Samtíðin - 01.11.1934, Blaðsíða 17
SAMTÍÐIN snildarlega þeim tíðaranda og því andlega hugarfari, sem þá ríkti á íslandi. Þeir sýna glögt auð- mýkt fólksins og undirgefni þess undir Guðs vilja, hvernig sem hann var „því alt er gott sem gerði hann“, eins og líka vel kemur fram í sálminum hjá Hallgrími, þar sem hann segir: „Álít mig drottinn, auman þræl augum miskunnar þinnar, álít og heyr mitt eymdarvæl álít vein sálar minnar-------“. Það er þessi mikla undirgefni undir guðs vilja, óbifanlegt traust og ást til Jesú, sem lýsir sér svo að segja í hverju versi. Alt er sagt af svo mikilli sann- færingu og innileik að slíkt mun einsdæmi í ísl. kveðskap. þjóðin hefir elskað sálma Hallgríms, lært þá og borið lotningu fvrir þeim, frekar öllum öðrum kveð- skap. Enda hafa Passíusálmarniv komið oftar út en nokkur önnur bók á íslandi, eða yfir 40 sinn- um. Þótt ekki þurfi að gera ráð fyrir að Passíusálmarnir korai jafn ört út í framtíðinni og 'hingað til, þar eð þeir eru langt frá því að vera við hæfi hinnar yngri kvnslóðar, þá hefir Hall- grímur, með þeim, reist sér svo varanlegan minnisvarða, að annar varanlegri verður honum ekki reistur. Nokkrir menn fundu þó út að nauðsvn bæri til að byggja stóra og volduga kirkju uppi á Hval- íjarðarströnd, til þess að halda uppi minningu Hallgríms Péturs- sonar. — Áskoranir um frjáls framlög til byggingarinnar voru sendar landslýðnum í öllum blöð- um. Eggjunarorð fylgdu í ræðu og riti. Almennur áhugi hinna trúuðu aðdáenda Hallgríms Pét- urssonar var vakinn. En hann varð ekki nægilega sterkur til þess að opna buddumar hjá al- menningi. Tiltölulega lítið fé safnaðist. Þá voru aðrar leiðir reyndar. Forgöngumenn söfnun- arinnar tóku skemtanafýsn fólks- ins í sína þjónustu. — Annars munu þeir trúuðu menn, sem fyr- ir söfnuninni standa, tæpast. telja margar þær stemtanir, sem þeir stofna til í fjáröflunarskyni, guði þóknarlegar, og telja þær held- ur spilla hugarfari þeirra, sem taka þátt í þeim, en bæta. En hvað um það, „Tilgangurinn helg- ar meðalið". — Þeim lifandi verð- ur að fórna þeim dauðu til dýrð- ar. Mikil auglýsingastarfsemi var hafin um land alt. Landsnefnd var sett á laggiraar til þess að gangast fyrir „fjölbrevttum skemtunum". Hver Saurbæjarhá- tíðin eftir aðra hefir verið haldin. Fólk hefir farið í þúsundatali í pílagrímsferðir upp að Saurbæ, hlýtt þar messu, dansað og „not- ið kjarrsins“, „sem yppar sig þetta alin frá jörð með örlitlum rjóðrum á milli“, eins og einn af 15 f

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.