Samtíðin - 01.11.1934, Blaðsíða 18

Samtíðin - 01.11.1934, Blaðsíða 18
S AMTÍÐIN ( OPNAR DYR Þegar ég hugsa til baka man ég það nú, að ég var gripinn ein- hverri einkennilegri tilfinningu, þegar ég kom fyrst inn í her- bergið. Hún hvarf samt fljótt, cg atvikið gleymdist í bráð. Ég gerði mér þá ekki verulega grein fyrir því af hverju þetta stafaði, og ég veit það ekki enn. En ég veit þó, að á þeirri stundu varð ég háður einhverjum óskilj anlegum öflum, sem ég líklega á aldrei að losna við. Ég var ókunnugur í bænum, og það var alt of dýrt að dvelja í gistihúsi. Ég leitaði því til húsnæðisauglýsinga í blöðunum. Fyrsta auglýsingin, sem ég las, benti mér á þennan stað. Það var lítið hús við Vestur- EFTIR KOLBEIN FRÁ STRÖND götu og fremur fátældegt út- lits. Ég drap á dyr, því bjalla var engin. Eftir drykklanga stund heyrðist lágt fótatak inni- fyrir; svo ískraði í lykli, sem stungið var í gamla og stirða skrá, og hurðin opnaðist í hálfa gátt. Lítil, gráhærð og gömul kona stóð þar í gættinni. Ég heilsaði henni, en hún tók lágt undir og skotraði til mín aug- unum hálftortrygnislega. Hún hleypti mér þó inn í húsið, en með hálfgerðum dræmingi, að mér fanst, og svo lokaði hún hurðinni vandlega á eftir sér. Herbergið var á loftinu og að forgöngumönnum þessara hátíða komst svo skáldlega að orði í einni hvatningargrein. Fólkið streymir á Saurbæjar- skemtanir, bændumir vinna að bryggjubyggingu án endurgjalds, konumar gefa sunnudagsvinnu sína við kaffiveitingar, en skemt- anafólkið etur, drekkur, dansar og skemtir sér fyrir peninga. Nú renna peningarnir í minningar- sjóðinn. 75 þúsundir eru þegar komnar í sjóð og miklu á að bæta við með sömu aðferðinni. Fyrir 16 féð á síðan að byggja stóra kirkju í einni af fámennustu sóknum landsins. Pjóðin er þannig gint með als- konar hugsanlegum meðulum til þess að heiðra minningu sálma- skáldsins fræga, þessa dýrlings þjóðarinnar. Mér er spurn. Hvort er nú alt þetta meira í anda hins auðmjúka og lítilláta sálmaskálds, sem á þenna hátt á að heiðra, eða for- göngumanna fjársöfnunarinnar og skemtananna?

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.