Samtíðin - 01.11.1934, Blaðsíða 20

Samtíðin - 01.11.1934, Blaðsíða 20
I SAMTÍÐIN " - full af gömlum og algjörlega ónothæfum munum. Á aðalhæö- inni bjó sonur gömlu konunnar, aldraður maður, ásamt konu sinni, en þeirra varð ég sjaldan var. Þetta var vissulega kyrláft hú?. Ég bauð gömlu konunni glað- lega góðan daginn fyrsta mbrg- uninn sem ég mætti henni á ganginum. Hún leit sem snöggv- ast á mig eins og henni hefði órðið bylt við og tók varla undir. Ég fann að ég hafði talað alt of hátt, og að það mundi alls ekki eiga við á þessum stað. Næsta mörgun hneigði ég bara höfuðið örlítið og bauð góðan daginn svo lágt að ég heyrði það varla sjnlf- ur. Ég fann að þetta átti miklu betur við og ég tók ekkert til þess þótt ekki væri tekið undiv. Þögul kona var í fullu samræmi við gamalt, skuggalegt og þögult hús. Raunar fann ég að ég átti ekki þama að vera, hvorki sjálfs mín vegna eða annara. Ég var ekki í samrærrti við þennan stað né staðurinn við mig. Ég var ungur, en hér var alt gamalt. Ög þó hafði þetta hús á mér einhver töfratök, sem: ég ekki skildi. Dagarnir liðu. Ég hafði ekkevt að gera fyrst í stað, en ég féksi ekki um það, ég hafði vissu fyrir vinnu við skrifstofustörf eftir skamma hríð, en var langþreytt- ur eftir sumarið og hvíldarþurfi. Ég- sat því löngum heima og las mér til afþreyingar, eða lá uppi 18 í legubekknum hálfdreymándi og braut heilann um alt og ekkert. Til þess var líka gott næði. Ég hafði altaf verið heldur gef- inn fyrir kyrð, en mér var þó næstum farin að blöskra kyrðin í þessu húsi. Það var eins og allir læddust á tánum, sem þar bjuggu. Og þó var engin sjáanleg ástæða til þess, eins og nú stóðu sakir. Það hlaut því að eiga rætur sínar í fortíðinni. Ég komst að þeirri niðurstöðu, að yfir þessu húsi hefði einhvemtíma hlotið að hvíla ægilega djúp sorg — sorg, sem hafði verið svo þungbær, að hún jafnvel skildi eftir óafmáanleg merki á fótataki íbúanna. Eða var það kanske gamla konan, sem hafði þessi áhrif á mig? Hún var altaf á rölti og hún var altaf að loka einhverj- um hurðum, skáphurðum ef ekki öðrum. Og þó allar hurðir virt- ust lokaðar, studdi hún é þær eða tók í handfangið, til þess að ganga úr skugga um að svo værí. Mér lá við að brosa að þéssúm einkennlega erli, en ég skildi þó að gamalt fólk er kulsælt, og hugsaði svo ekki meira um það í bráð, — —- en þegar þetta gekk svona dag eftir dag fór það að liafa áhrif á taugarnar. Það var nefnilega ekkert hlé á þessu. Ég vaknaði við það á morgn- ana og sofnaði frá því á kveldin. Stundum heyrði ég að það var stutt með lófa á hurðina hjá mér, og svo heyrðist þetta lága þyt- I

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.