Samtíðin - 01.11.1934, Blaðsíða 25

Samtíðin - 01.11.1934, Blaðsíða 25
SAUTlDIN þvílíkan auð íslenskra mannlýs- inga, sem í ljóðmælum Gríms. Myndirnar eru að vísu ekki ljós- myndir — eins og sumir kjósa nú helst — eða skopteikningar — sem margir hafa nú lika gaman af •— heldur málverk, mótuð af stór- brotnum persónuleika þess, sem á pentlinum hélt. Og séu þau ekki að öllu réttar myndir af mönnum, eins og þeir voru, eru þau, mörg hver, gerð af þvílíku valdi, að þau ráða því, hvernig mannanna verð- ur minst. Og er þá ekki myndin manninum meiri, ef það verður myndin sem lifir? Annars er rétt að minna á það, að ljóð Gríms eru eigi aðeins auð- ug að hugsunum og myndum og sönnu listfengi, heldur og heilsu- brunnur hverjum stríðandi manni. Þau eru heilnæm eins og fjallaloft. Og þó að mönnum finnist stund- um svali í ferskleik þeirra, hlýnar þó hverjum af þeim, er til lengd- ar lætur. Svo var höfundi ljóð- Hnna farið, að hann var yfirborðs. kaldur, en þar var vissulega eld- ur undir, og þaðan má enn hafa hitann úr. Þessi nýja útgáfa af kvæðum Gríms er viðhafnarmikil og að mörgu leyti falleg. Þó hefði hún verið fallegri, ef útgefandinn hefði látið vera að setja sitt nafn á kjölinn og „English bookshop“ á titilblaðið. Þetta hefir líka prent- villupúkinn fundið, því að hann hefir gert það að gamni sínu að setja John fyrir Jón á einum stað, þar sem sagt er frá fundum Jóns Sigurðssonar og Gríms. En það er nú saklítil glettni. 0g reyndar verður ekki um þann púka sagt, að hann hafi verið mjög illkvitt- inn við þessa útgáfu, þó að nokk- uð víða komi hann nú við. Þótt ýmislegt megi finna að þessari útgáfu kvæða Gríms, er fyrst og síðast á það að líta, uð útgefandinn hefir viljað sýna skáldinu virðingu með henni og honum hefir tekist það. Því fylg- ir sú hamingjuósk útgáfunni frá þeim, er þessar línur ritar, að hún megi verða vinsæl, enda mun þá mörg blessun fylgja þeim vin- sældum, og mun Grímur sjálfur .sjá fyrir því. RITHÖFUNDURINN HAFÐI A RÉTTU AÐ STANDA Ungur maður las eitt sinn í bók, að fólk, með stóra höku, væri venjulega heimskt. Tók hann þá utan um hökuna á sér og finst hún vera nokkuð stór. Hann hugsar sér nú að athuga þetta vel og nær í kerti og spegil til þess að skoða sig gaumgæfilega. Meðan hann var að skoða hökuna hélt hann ljósinu svo nálægt and- litinu, að það kviknaði í skegg- inu og það sviðnaði af honum. \rarð hann þá reiður, þreif bók- ina og skrifaði: „Rithöfundurinn hefir á réttu að standa“. • 23

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.