Samtíðin - 01.11.1934, Blaðsíða 29

Samtíðin - 01.11.1934, Blaðsíða 29
SAMTÍÐIN nógn snar í snúningum, svo að alt komst í uppnám. í þetta sinn stóð ekki minni gustur af honum en að vanda. Hér var maður á ferðinni, sem enga mínútu mátti missa. Bara að fólk gæti látið sér skiljast það, og hagað sér framvegis eftir því. Úff, en sá hiti! Hann dæsti ákaflega. Vissum við ekki, að það var heilsuspillandi að sitja í svona vermihúslofti? En sá asna- skapur að kynda svona í öðrn eins blíðviðri! Það leit ekki út, fyrir að fólk hefði hugmynd um kreppuna. Átján stig var hæfi- legur stofuhiti Svona steikjandi hiti var hreinasta óhæfa. Fröken Syversen dirfðist að koma með þá athugasemd, að ekki væri nema átján stiga hiti i stofunni. — Hvað? Hvað segið þér? Hann sendi henni augnaráð, sem hefði riðið veikbygðari mann- eskju að fullu. — Mælirinn er hringlandi vitlaus. Pað má bera mig fyrir því. Ojæja, við vissum af gamalli reynslu, að mælirinn varð að láta í minni pokann, ef Sagedahl var á öndverðri skoðun. — Jæja, é g ætla ekki að stofna heilsunni í voða með því að vera í þessari brækju, sagði hann um leið og hann skálmaði inn á einkaskrifstofuna og reif opna gluggana. — Ég verð að hafa loft, þegar ég er við vinnu, ferskt loft! Að vörmu spori kom hann til baka. í hendinni hélt hann á nokkrum bréfum, sem ég hafði lagt inn til hans til undirskrift- ar. — Segið mér, hreinsið þér aldrei letrið í ritvélinni, fröken Mörk? Fröken Rennerud, sem var hér á undan yður, hafði á- gætt lag á að gera það með pennasnáp. Þér ættuð að reyna það. Fröken Rennerup var yfirleitt óvenjulega flink stújka, alveg óvenjulega flink. Ég þekki ekkert, sem verkar eins illa á mann og að lesa óhreina vélskrift. — Hvað eruð þér þarna með? Jæja, ég hefði nú heldur kosið, að þér hefðuð byrj- að á einhverju öðru. Nei, úr því ! að þér erað byrjaðar, þá er best að þér haldið áfram við það. Nei, blessuð góða, hvernig haldið þér á pennanum? Það getur enginr. skrifað forsvaranlega með þessu móti. Hvað lærir fólk eiginlega i skólunum, fyrst það lærir ekki einu sinni að halda rétt á penn- anum ? Á mínum skólaárum------------- Hann stansaði snögglega. Hon- um hafði orðið litið á gluggann. — Segið þið mér, hvenær ætli þvottakonunni þóknist að þvo rúðurnar? Þær eru grútskítugar. þó að það væri rigning á föstu- daginn og laugardaginn, þá gat liún hæglega tekið þær í morgun. Móðir mín gæti frætt ykkur á því, að í hennar ungdæmi byrj- uðu stúlkurnar að vinna klukkan 27

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.