Samtíðin - 01.11.1934, Blaðsíða 30

Samtíðin - 01.11.1934, Blaðsíða 30
fimm á morgnana. Nei, fólkið vantar vinnugleðina, það er það, sem að er. Það veit ekki, að vinnan er guðs gjöf. Ég segi fyrir mig, að mér líður aldrei eins vel og þegar ég sé ekki út yfir það, sem ég þarf að gera. Eftir þennan ræðustúf skálm- aði hann aftur inn til sín. Það hrakaði í stólum og glamraði í blekbyttum . Það leyndi sér ekki, að húsbóndinn keptist við. Allt í einu kom hann aftur fram í dymar og baðaði út hand- leggjunum. — Hvaða asni er það, sem hefir skrifstofuna uppi yfir mér. Hvorug okkar vissi það. Hart- vig, sem kom inn í sömu andrá, ypti öxlum. — Pað er ekki gott að vita. Hér er fólk altaf að koma og fara. — Hann þama uppi hlýtur að hafa leigt herbergið til þess að geta æft sig í kappgöngu, fnæsti Sagedahl. Við hlóum, þó að hann ætlaðist víst ekki til þess í þetta. sinn. Klukkan var ekki nema hálf ellefu, og Sagedahl var enn í fullu fjöri. Hann settist aftur nöldrandi við skrifborðið. Nú var það sólin, sem þjáði hann. — Fröken Mörk! þrumaði hann. Ég fór inn til þess að draga rúllugar- dinuna niðuv. Hún hafði víst fún- að í vetrarrakanum. Að minsta kosti rifnaði hún, þegar ég togaði í hana. Hann hringsneri sér í stólnum öskuvondur. — Getið þér ekki einu sinni dregið niður gardínu ? Með vonsku og píslarvættissvip í senn, reis hann á fætur. Ég klifraði skömmustuleg niður af stólnum, og hann klöngi-aðist upp á hann. Fasið og svipurinn tal- aði ljósar en nokkur orð: Taktu nú vel eftir, hvernig ég fer að því. En um leið og hann togaði í, heyrðist eitthvert hvínandi hljóð, og gardínan þeyttist í höf- uðið á Sagedahl með svo mikl'u afli, að hann misti jafnvægið og hefði oltið um koll, ef ég hefði ekki gripið hann. Það voru sann- arlega ósvikin faðmlög, og frök- en S.vversen stakk vasaklútnum upp í sig, til þess að bæla niður hláturinn. Sjálf þorði ég ekki að hræra minsta drátt í andlitinu, svo myrkur var Sagedahl á svip- inn, þegar hann hökti aftur í sæti sitt. Nú var alt kyrt um hríð. Við fröken Syversen vorum farnar að vona, að kastið væri af staðið í þetta sinn. Þá voru dymar rifnar opnar á ný, og Sagedahl kom í gættina, froðufellandi af vonsku eins og reiður rakki. -v Þetta ætlar alveg að gera út- af ið mig! skrækti hann. — Kornið þið og hlustið! Komið þið, segi ég! Ætlið þið ekki- að koma! Við fröken Syversen vorum á báðum áttum, hvort við ættum að hlýða skipuninni. Sagedahl pataði upp í loftið, eins og hann væri á leik- 28

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.